fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Kynning

Fyrsta skiptið hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver man ekki eftir fyrsta kossinum? Fyrsta deitinu? Runkinu? Eða kynlífinu? Það mun eflaust margt skemmtilegt (eða óskemmtilegt) rifjast upp fyrir áhorfendum á sýningu leikritsins Fyrsta skiptið, en eins og nafnið gefur til kynna þá fjallar sýningin um fyrstu skiptin og allt það vandræðalega sem fylgir þeim.

Leiksýningin Fyrsta skiptið, sem sýnd er í Gaflaraleikúsinu í Hafnarfirði, hefur fengið frábærar viðtökur áhorfenda og hefur selst upp á hverja sýningu á fætur annarri. Sýningin hefur einnig hlotið einróma lof gagnrýnenda og er ekki seinna vænna að næla sér í miða á þessa margrómuðu og fyndnu leiksýningu!

„Fyndnasta sýningin á höfuðborgarsvæðinu.“ Silja Huldudóttir, Morgunblaðið. ****

„Áhorfendur emjuðu af hlátri og sýningin er sett fram á einstaklega einlægan og opinskáan hátt.“ Olga Björt Þórðardóttir, Fjarðarpósturinn *****

„Beinlínis dásamleg leiksýning.“​ Silja Aðalsteinsdóttir, Tímarit Máls og Menningar.

Fyrsta skiptið er ekki beint þessi Hollywood-sena. Það er mjög óraunhæft að búast við að allt muni ganga fullkomlega upp í fyrsta sinn sem þú gerir eitthvað,“ segir í viðtali við aðstandendur sýningarinnar sem birtist á Babl.is. Leikararnir í sýningunni eru þau Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Diljá Pétursdóttir, Mikael Emil Kaaber og Óli Gunnar Gunnarsson. Leikstjóri sýningarinnar er Björk Jakobsdóttir.

Sýna á Akureyri

Þess má geta að hópurinn ætlar að fara með sýninguna til Akureyrar. Þá verður Fyrsta skiptið sýnt í Hofi þann 13. apríl. Það er um að gera að næla sér í miða sem fyrst því það er líklegt að það seljist hratt upp á þessa frábæru leiksýningu.

Verðlaun fyrir að vera skrýtnar

Leikararnir hafa allir unnið hörðum höndum að sýningunni í allt sumar frá því þau útskrifuðust úr menntaskóla. Í sýningunni eru þrjú frumsamin lög sem bera titlana Fyrsta skiptið, Þú veist þú ert hrifinn og Sambandsslit. Lögin eru eftir Mikael, Óla og Hall Ingólfs sem pródúsaði lögin. Mikael og Óli hafa áður samið tónlist saman, og Berglind og Inga hafa mikið flippað saman í gegnum tíðina. „Við vorum alltaf með einhver atriði í grunnskóla. Oft mættar upp á svið saman með frumsamin lög um kennara og nemendur.“ Fyrir það fengu stelpurnar verðlaun frá skólastjóranum. „Það voru sem sagt verðlaun fyrir að vera skrýtnar.

Við erum að leika okkur sjálf í sýningunni, og hoppum svo af og til í leiknar senur. Leikritið er byggt á sögum frá okkur og góðum vinum eða sögur sem við höfum heyrt.“ Í sýningunni má til dæmis sjá fyrsta skiptið sem Mikael losaði um brjóstahaldara sem var víst mjög stressandi. „Það er mjög hratt flæði í sýningunni. Við hoppum frá því að vera að spjalla við áhorfendur og yfir í fólk í miðri senu. Við erum líka með abstrakt senur eins og að túlka sleik í dansi eða kynlíf í íþróttum.“

Fyrsta skiptið
Sleikdans

Kynlíf í íþróttum?

„Þessar sögur fæða svo af sér leikrænar senur, það eru ekkert mjög margar senur sem eru beinar reynslusögur, þetta er miklu frekar við að taka reynslusögurnar fyrir og gera grín að þeim. Þetta á fyrst og fremst að vera fyndið. Við viljum ekki að fólk haldi að það sé að fara að sitja í tveggja klukkutíma jafningjafræðslu. Þótt jafningjafræðslan sé náttúrulega mjög næs.“

Björk leikstjóri segir að hugmyndin hafi komið upp þegar hún safnaði saman krökkunum og bað þau um að byrja að skrifa. „Ég sagði þeim að skrifa bara eitthvað og ekki vera að hugsa textann sem leikrit. Þá komu fram senur sem fjölluðu um þetta, og okkur fannst geggjað að hafa þetta sem heildarkonsept.“

Þegar leikararnir voru fyrst að opna sig um sín fyrstu skipti þá var víst ekki slegist um að fá að byrja. „Við vorum alveg smá hikandi fyrst. Það var allavega ekki jafn auðvelt og það er núna.“

Fyrsta skiptið

En hvað ef „fyrsta skiptið“ mætir á sýninguna?

„Fyrsti kossinn hennar Beggu er að vinna í sýningunni. Hann er grafískur klippari. En hann hefur alveg húmor fyrir þessu.“ Fyrsti koss Óla mætti á frumsýninguna. „Það verður bara gaman.“ Fyrsta skiptið sem Arnór stundaði kynlíf er tekið fyrir í sýningunni „en ég er ennþá með þeirri stelpu þannig að ég ætla rétt að vona að hún mæti á sýninguna. Svo er litla frænka mín að fara að mæta á sýninguna og er eitthvað smá stressuð, en þetta verður bara gleði.“ Mikael segir að hann sé hins vegar ekki með neinn úti í sal sem hann þarf að hafa áhyggjur af. „Við erum samt auðvitað öll með ömmur og afa að horfa en það eru öðruvísi áhyggjur. Við gerum bara brandara úr því, og segjum alltaf „hæ amma“ þegar við erum nýbúin að gera eitthvað skrýtið og ógeðslegt.“

Fyrsta skiptið

Voru stressuð yfir að salurinn yrði fullur af reiðum ömmum

Nú voru leikararnir og höfundar sýningarinnar augljóslega taugatrekktir áður en þeir vissu hversu góð viðbrögð hún fengi í kjölfarið, en gagnrýnendur hafa keppst við að lofa Fyrsta skiptið. Því það erfiða við að setja upp grínsýningu er að sjálfsögðu að vita ekki hvort hún sé fyndin fyrr en á aðalæfingunni. „Maður vill ekki „jinxa“ eins og Mikki gerir alltaf með því að segja að við þurfum að taka góða pásu eftir einhvern brandara því það verður hlegið svo mikið. Síðan er Begga alltaf fljót að bæta við „já, eða það verður ekkert hlegið“. Það væri leiðinlegt að fatta daginn fyrir frumsýningu að sýningin er ekkert fyndin. Allir yrðu bara ógeðslega móðgaðir og salurinn fullur af reiðum ömmum.“

Gaflaraleikhúsið sýnir fjölda leiksýninga ár hvert og er um að gera að næla sér í miða á Fyrsta skiptið.
Hvort sem þú ætlar að hlæja að móðgast út af Fyrsta skiptinu þá er hægt að kaupa miða á sýninguna á tix.is eða í síma 565-5900.

Nánari upplýsingar um sýningar Gaflaraleikhússins má nálgast á vefsíðu Gaflaraleikhússins, gaflaraleikhusid.is
Gaflaraleikhúsið er að Víkingastræti 2, 220 Hafnarfirði.
Netpóstur: midasala@gaflaraleikhusid.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

250 litir: Gott orðspor er gulli betra

250 litir: Gott orðspor er gulli betra
Kynning
Fyrir 3 dögum

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna
Kynning
Fyrir 4 dögum

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna
Kynning
Fyrir 6 dögum

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“
Kynning
Fyrir 1 viku

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu
Kynning
Fyrir 1 viku

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn