fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Skorrahestar: Gisting og hestaferðir í rómantískri sveitakyrrð

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. september 2018 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skorrastaður 4 er í Norðfirði, um 5 km fyrir innan Neskaupstað. Þar er rekin samhliða gisting og hestaleiga en margir gestir staðarins nýta sér hvort tveggja. Hestaleigan er opin frá 15. maí til 15. október og hugsanlega lengur ef vel viðrar, en gistingin er í boði í allan vetur. Mörgum þykir gott að komast í kyrrðina að Skorrastað sem er nokkuð vel fyrir utan þéttbýlið og náttúrufegurð er mikil. Skorrahestar leggja mikið upp úr því að gestirnir fái að kynnast íslenskri sveitamenningu og fjölskyldunni á bænum. Norðurljósin um miðjan vetur geta svo verið krydd í tilveruna með jórtrandi kindur, hestahnegg og hanagal í næsta nágrenni.

„Við erum með gistingu fyrir 19 manns á gistiheimilinu, í alls sex herbergjum. Við erum með eitt sex manna herbergi með kojum. Það er eitt fjögurra manna fjölskylduherbergi með tvöföldu rúmi og tveimur kojum. Síðan eru þrjú tveggja manna herbergi sem henta til dæmis hjónum eða pörum, og eitt þriggja manna herbergi þar sem geta gist þrír aðskildir aðilar eða hjón með barn. Hverju herbergi fylgir síðan baðherbergi,“ segir Sunna Júlía Þórðardóttir hjá Skorrahestum.

Morgunverðarhlaðborð er innifalið í gistingunni en gestir geta líka fengið hádegisverð og kvöldverð, en helst þarf að panta það með góðum fyrirvara. Maturinn byggir á íslenskum hráefnum af bænum og náttúrunni umhverfis. Margir gestir kjósa hins vegar líka að fara á veitingastaði í Neskaupstað.

„Það hefur viðrað frábærlega hérna í sumar og góða veðrið heldur áfram inn í haustið,“ segir Sunna Júlía en eftir að hestaleigan lokar síðar í haust geta gestir fengið að kynnast fjárbúskapnum á staðnum. „Þegar líða tekur á haustið erum við með kindurnar á húsi. Þá býðst fólki í gistingu að koma í fjárhúsið og fóðra. Faðir minn; Þórður, þekkir féð eins og lófana á sér og hefur gaman af að segja frá ættum kindanna og ræktun þeirra,“ segir Sunna Júlía.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Nánari upplýsingar og pantanir eru í síma 477 1736. Sjá einnig vefsíðuna skorrahestar.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum