fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Lífsstíll

ValdemarssonFlyfishing – Vefverslun með handhnýttar flugur og allt sem þarf í veiðina

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 29. september 2018 14:00

Eiður Valdemarsson opnaði vefsíðuna ValdemarssonFlyfishing árið 2012. Þar selur hann vandaðar flugustangir, fluguhjól, flugulínur, króka og efni til fluguhnýtinga, ásamt handhnýttum flugum Eiðs.

„Ég opnaði síðuna upp á hobbíið að gera, því eftir hrun var allt orðið svo dýrt og einnig var erfitt og stundum ógerlegt að fá efni til fluguhnýtinga hér í verslunum þannig að ég skoðaði vel hvort hægt væri að flytja inn vörur og vera með mikið úrval og lægra verð og útkoman er www.valdemarssonflyfishing.com.“

Eiður Valdemarsson: Hefur haft áhuga og ástríðu fyrir veiðinni frá því hann var barn.

Eiður er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en flutti með fjölskylduna til Bolungarvíkur í maí enda kona hans fædd og uppalin þar, og rekur hann verslunina í bílskúrnum heima. Meirihluti viðskiptanna fer fram í gegnum vefsíðuna, en viðskiptavinum sem staddir eru fyrir vestan er alltaf velkomið að hafa samband og koma í heimsókn. Vefsíðan er „aukahobbí,“ en Eiður starfar sem gólfbónari og hefur unnið við það í 12 ár. „En fluguhnýtingar og veiði hafa verið áhugamál frá því ég var krakki.“

SL-hjól.

Vefsíðan var opnuð í núverandi mynd fyrir þremur árum. „Áður var ég með erlenda vefsíðu, sem ég byrjaði með um 2012.

Það er líka gaman að geta boðið upp á vörur sem hafa verið frekar dýrar á Íslandi þannig að fólk hefur veigrað sér við hnýtingar. Ég er til dæmis með króka og kúluhausa á svipuðu verði og á Aliexpress, þannig að í raun borgar sig ekki fyrir fólk að flytja efni inn sjálft.

Uxinn: Fluga handhnýtt af Eiði.

Ég var að fá umboð fyrir Ahex-krókana, það eru hágæða skandinavískir krókar. Ég er líka kominn með veiðijakka sem ég lét hanna og gera í Pakistan. Hann er fjögurra laga, vatnsheldur og með fóðri inni í þannig að þú þarft ekki að vera jafn vel klæddur og í öðrum jökkum þegar kalt er úti. Síðan þegar heitt er úti þá bara rennir þú fóðrinu úr. Einnig eru vöðlur á leiðinni.“

Erlendir veiðimenn og -konur kaupa aðallega flugur hjá Eiði, en sumir mun meira. „Það komu norsk hjón hér um daginn, bönkuðu upp á og keyptu stöng, hjól, línu og flugur og fóru svo á Snæfellsnes að veiða. Þau sendu mér síðan myndir frá veiðinni, en þau mokveiddu á flugurnar mínarr, stærstur var sjóbirtingur 3,8 kíló.“

Eiður sendir hvert sem er, og frí heimsending er í boði ef verslað er fyrir 4.000 krónur eða meira.

Allar upplýsingar má fá á vefsíðunni valdemarssonflyfishing, í síma 691-6909 og með tölvupósti valdemarssonflyfishing@outlook.com.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Söngsteypan hjálpar fólki að fylgja hjartanu

Söngsteypan hjálpar fólki að fylgja hjartanu
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Jólin eru komin í CrossFit Hafnarfirði

Jólin eru komin í CrossFit Hafnarfirði
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Stóra spurningabókin: Spurningar sem henta öllum aldurshópum

Stóra spurningabókin: Spurningar sem henta öllum aldurshópum
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Tennis er fyrir alla – Sveigjanleg æfingagjöld

Tennis er fyrir alla – Sveigjanleg æfingagjöld
Lífsstíll
Fyrir 1 viku
Jólabók í skóinn
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Nýjung í fartölvum frá Asus – aukaskjár sem stýrir aðgerðum

Nýjung í fartölvum frá Asus – aukaskjár sem stýrir aðgerðum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Spennandi bækur frá Óðinsauga: Fjórir höfundar segja frá bókum sínum

Spennandi bækur frá Óðinsauga: Fjórir höfundar segja frá bókum sínum