fbpx
Lífsstíll

Suður Súkkulaði: Handgert konfektsúkkulaði 

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. september 2018 16:00

„Þetta súkkulaði er ekki eitthvað sem þú kaupir þegar þig langar í nammi úti í sjoppu, heldur meira þegar þú vilt gera virkilega vel við þig eða færa einhverjum sælkeragjöf,“ segir Finnur Bjarki Tryggvason en hann rekur súkkulaðigerðina Suður Súkkulaði ásamt eiginkonu sinni, Magneu Þóreyju Hilmarsdóttur. Þau framleiða sex tegundir úr hágæða hráefni frá belgísk/frönskum framleiðanda og einnig er konfektframleiðsla í pípunum.

„Við kaupum hráefni sem er unnið úr kakóbaunum. Þetta er því hrein og góð afurð. Það er ákveðið hollustugildi í svona konfektsúkkulaði, unnið úr kakómassa og kakósmjöri. Það er töluverð upplifun og mettun í hverjum mola, er mér óhætt að segja.“

Fjórar af tegundum sex sem Suður Súkkulaði framleiðir eru hreint súkkulaði, misjafnlega dökkt, en í tvær er blandað döðlum og heslihnetum annars vegar og hins vegar pekanhnetum og kirsuberjakrispi. „Ein af tegundunum okkar er lífrænt, dökkt súkkulaði og í því eru þrjú innihaldsefni, lífrænn hrásykur, lífrænn kakómassi og lífrænt kakósmjör. Ég held að við höfum veðjað á rétt með því að fara út í þetta lífræna því þeir sem eru fyrir dökkt súkkulaði vilja gjarnan fara alla leið.“

Aðspurður segir Finnur að vissulega sé töluverður sykur í vörunni en þó minna en margir haldi. „Við erum með 71% hreint súkkulaði en mörgum finnst það silkimjúkt og bragðast meira eins og 55–60% hreint súkkulaði.“  Suður Súkkulaði er með lögheimili á Hvolsvelli en starfsstöð að Goðalandi í Fljótshlíð. „Við höfum verið mest á Suðurlandinu en erum að teygja okkur víðar um landið, til Reykjavíkur, í Borgarfjörð, á Suðurnes og austur á við og það var nokkuð stórt skref að fara í flugstöðina,“ segir Finnur en Suður Súkkulaði kom fyrst með vöru á markað í júní 2017.

Fyrirtækið stækkar hægt og rólega en bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn kunna vel að meta þetta handgerða gæðasúkkulaði þar sem sú hollusta sem gott súkkulaði býr yfir fær að njóta sín ásamt ljúffengu bragði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

ET Verslun: Vinnuljós og öll ljós á bíla

ET Verslun: Vinnuljós og öll ljós á bíla
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Lýsing & Hönnun er með lausnir fyrir alla

Lýsing & Hönnun er með lausnir fyrir alla
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hljóðfærahúsið: Kveikir neistann hjá upprennandi tónlistarfólki

Hljóðfærahúsið: Kveikir neistann hjá upprennandi tónlistarfólki
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Klæðskeralistin í öndvegi: Gefðu sérsniðna jólagjöf

Klæðskeralistin í öndvegi: Gefðu sérsniðna jólagjöf
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Gjafakort á Humarhúsið er upplifun sem endist

Gjafakort á Humarhúsið er upplifun sem endist
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hágæðanudd og ógleymanleg gæsapartí

Hágæðanudd og ógleymanleg gæsapartí
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Inga Rós er með bás í Barnaloppunni: „Allir græða“

Inga Rós er með bás í Barnaloppunni: „Allir græða“