fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Kynning

Sólskógar: Skógarplöntur og garðplöntur – ræktun í 30 ár

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. september 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skógrækt er hugsjón og lífsstíll,“ segir Katrín Ásgrímsdóttir, stofnandi og eigandi gróðrarstöðvarinnar Sólskógar sem staðsett er í Kjarnaskógi á Akureyri. Katrín stofnaði fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum, Gísla Guðmundssyni, árið 1989, og verður fyrirtækið því 30 ára á næsta ári.

Sólskógar hafa verið á Akureyri síðan árið 2007 en lengst af var gróðrarstöðin staðsett á Héraði. Fastráðnir starfsmenn hjá fyrirtækinu eru sex, þar af tveir garðyrkjufræðingar. „Hér eru allt að 20 starfsmenn á háannatímanum í júní en allt í allt eru þetta um tíu ársverk,“ segir Katrín. Hjónin vinna bæði í fyrirtækinu og börn þeirra hjálpa til á sumrin en þau eru annars í námi. „Einn sonurinn er reyndar að læra skógrækt í Noregi,“ segir Katrín.

„Sólskógar selja allar garðplöntur sem landsmenn setja í garðinn sinn, sumarblóm og fjölær blóm og margt fleira. En meginsérhæfing okkar liggur í skógarplöntum og erum við stærstu framleiðendur skógarplantna á landinu. Mesta salan er til ríkisins í gegnum Skógræktina og Skógræktarfélag Íslands,“ segir Katrín.

Viðskiptavinir Sólskóga eru því bæði ríkið sjálft og almenningur sem kaupir efni til garðræktar. Katrín segir að það sé mikil vinna að halda starfsemi á borð við þessa gangandi og mörg áhyggjuefnin: „Það þarf ekki nema eina frostnótt til að allt sé ónýtt. Þetta kostar mikla vinnu og yfirlegu en er líka mjög gefandi og þess vegna hefur maður nú verið í þessu í nær 30 ár.“

Sem nærri má geta er mikil jólatréssala í gangi hjá Sólskógum í desembermánuði. Bæði Akureyringar og aðrir Norðlendingar fara þá í Kjarnaskóg til að velja sér jólatré frá Sólskógum, en Norðlendingar utan Akureyrar sem koma í verslunarferðir til Akureyrar eiga margir viðskipti við Sólskóga.

Þeir sem eiga leið um Akureyri og hafa gaman af ræktun ættu endilega að gera sér ferð í Kjarnaskóg og líta á starfsemi Sólskóga. Vefsíða fyrirtækisins er solskogar.is en Facebooksíðan Sólskógar ehf er þó meira uppfærð. Símanúmer er 462-2400 en skrifstofan er opin virka daga frá 10 til 16.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum