fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Lífsstíll

Plastlaus september og hvað tekur svo við – Lokaviðburður í dag

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 29. september 2018 12:00

Nú er september að ljúka og lokaviðburður átaksins Plastlaus september er í dag.
 
Plastlaus september í samvinnu við Pokastöðvar á Íslandi stendur þá fyrir viðburði þar sem setið verður og margnota pokar saumaðir á nokkrum stöðum samtímis um landið á svokölluðum Pokastöðvum.
 
„Hugmyndin er að við viljum minnka plast og vekja athygli á því sem er verið að gera vel,“ segir Salbjörg Rita Jónsdóttir. „Þetta er samfélagslegt verkefni og umræðan um umhverfismál verður meira áberandi þegar fólk hittist. Plastlaus september á aldrei að klárast heldur að vekja fólk til árvekni alltaf.“
 
„Við í Plastlausum september munum hittast í Spönginni milli 14 og 16, sauma poka og kynna pokastöðvarnar fyrir öllum sem vilja kynna sér þær, hvernig þær virka og hvernig má stofna slíka.“
Plastlaus september vill vekja athygli á því frábæra starfi sem verið er að vinna nú á Pokastöðvunum. Í Pokastöðvunum sjáum við sjálfsprottið samfélagslegt verkefni sem hefur dreifst um allan heim þar með talið til Íslands. Fólk hittist, saumar poka úr endurnýttum efnum, skipuleggur starfið og ræðir umhverfismál. Pokarnir hafa svo auðvitað sitt gildi sem margnota pokar og leysa plastpokana af hólmi í þeim verslunum sem fara í samstarf við Pokastöðvar. Ekki skila sér allir pokar en þeir dreifast um samfélagið og vekja umræðu og athygli og sá þannig fræjum.
 
Pokastöðvar munu hittast í Skagafirði, Höfn í Hornafirði og nýstofnuð Pokastöð í Reykjanesbæ verður formlega sett á fót.
 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Söngsteypan hjálpar fólki að fylgja hjartanu

Söngsteypan hjálpar fólki að fylgja hjartanu
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Jólin eru komin í CrossFit Hafnarfirði

Jólin eru komin í CrossFit Hafnarfirði
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Stóra spurningabókin: Spurningar sem henta öllum aldurshópum

Stóra spurningabókin: Spurningar sem henta öllum aldurshópum
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Tennis er fyrir alla – Sveigjanleg æfingagjöld

Tennis er fyrir alla – Sveigjanleg æfingagjöld
Lífsstíll
Fyrir 1 viku
Jólabók í skóinn
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Nýjung í fartölvum frá Asus – aukaskjár sem stýrir aðgerðum

Nýjung í fartölvum frá Asus – aukaskjár sem stýrir aðgerðum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Spennandi bækur frá Óðinsauga: Fjórir höfundar segja frá bókum sínum

Spennandi bækur frá Óðinsauga: Fjórir höfundar segja frá bókum sínum