fbpx
Lífsstíll

Vík Prjónsdóttir: Framúrskarandi hönnun úr íslensku ullinni

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. september 2018 08:00

Vík Prjónsdóttir er hönnunarfyrirtæki sem var stofnað árið 2005 og er í eigu þriggja hönnuða, Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, Brynhildar Pálsdóttur og Þuríðar Sigurþórsdóttur. Vík Prjónsdóttir hefur alltaf haft að leiðarljósi að vinna vörur sínar úr íslenskri ull og notast við íslenska framleiðslu.

„Árið 2005 var íslenska ullin ekki í tísku og Farmers Market var einmitt stofnað þetta ár. Ullariðnaðurinn og ullarframleiðslan hefur stóraukist frá þessum tíma. Okkar framleiðandi er Glófi sem er með verksmiðju í Ármúla og það eru kannski ekki margir sem vita að í Múlahverfinu í miðri Reykjavík er rekin stórglæsileg og öflug ullarverksmiðja,“ segir Guðfinna Mjöll.

Ýmsar vörur frá Vík Prjónsdóttur hafa fest sig í sessi á löngum tíma og má kalla klassískar. Má þar nefna Verndarhendur, afskaplega fallega og stóra trefla með hendur í báða enda. Vængteppi og Vængtreflar eru líka mjög þekktar vörur frá Vík Prjónsdóttur.

„Hjá okkur var það alltaf meginforsenda að vinna með íslensku ullina og íslenska framleiðslu. Það hefur kostað sitt en við höfum haldið okkur við þetta lykilprinsipp okkar,“ segir Guðfinna en vörur fyrirtækisins eru mjög vinsælar bæði meðal erlendra ferðamanna og Íslendinga. „Okkar markhópur eru allir þeirra hafa áhuga á framúrskarandi og sérstakri hönnun sem sker sig úr,“ segir Guðfinna.

Vík Prjónsdóttir hefur ávallt leitað mikið í náttúruna og vængteppin eru til að mynda innblásin af ólíkum fuglum eins og hrafni, æðarkóngi og páfagauk. Vík hefur einnig sótt í þjóðsögur, til dæmis Kópurinn okkar sem vísar í þjóðsögu um selshaminn. Kópurinn er skemmtileg flík sem börn smeygja sér í en hann var notaður í aðalkynningarefni á sýningunni Century of the Child sem stóð yfir í Victoria Albert Museum í London í allt sumar.

Vörurnar frá Vík Prjónsdóttur eru seldar í verslunum Epal, í Kringlunni, Hörpu, Laugavegi 70 og Skeifunni 6. Það eru bestu staðirnir til að skoða þessa fallegu hönnun. Sjá nánar á epal.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Lýsing & Hönnun er með lausnir fyrir alla

Lýsing & Hönnun er með lausnir fyrir alla
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Zolo & Co. – Vörur sem hreinsa loftið og fegra umhverfið

Zolo & Co. – Vörur sem hreinsa loftið og fegra umhverfið
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Húðin Skin Clinic: Heilbrigðari húð og aukin vellíðan í jólagjöf

Húðin Skin Clinic: Heilbrigðari húð og aukin vellíðan í jólagjöf
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Inga Rós er með bás í Barnaloppunni: „Allir græða“

Inga Rós er með bás í Barnaloppunni: „Allir græða“
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Myndun á Sauðárkróki: Ástsælar strigamyndir og prentun á blindraletri

Myndun á Sauðárkróki: Ástsælar strigamyndir og prentun á blindraletri