fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Kynning

Vatnsnes Yarn: Handlitað garn

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. september 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Guðmundsdóttir, eigandi Vatnsnes Yarn, byrjaði að prjóna af alvöru árið 2001 þegar hún var ófrísk að sínu fyrsta barni. Í dag er hún forfallin prjónari og með æði fyrir garni.

„Síðan ég opnaði Vatnsnes Yarn hefur mér ekki gefist eins mikill tími til að prjóna og ég hefði kosið, það hefur varla verið laus sekúnda síðan ég opnaði, en ég reyni samt að komast yfir tíma hér og þar til að njóta þess að prjóna,“ segir Kristín.

„Samsetning lita hefur lengi átt hug minn allan, ég er vefhönnuður að mennt og starfa einnig við það, vann sem blómaskreytir um árabil, þannig að ég hef mikið til verið að vinna með liti og litasamsetningar, sem er gott því það er mér mjög náttúrulegt.“

Kristín flytur inn fjölbreytt úrval af garni undir nafninu Vatnsnes Yarn, sem síðan er handlitað eftir kúnstarinnar reglum, en liturinn á tilbúinni hespu er bæði vatns- og ljósfastur. Garnið sem flutt er inn er sérvalið frá bændum sem bera hag dýra, jarðar og manneskja fyrir brjósti og allt garnið er unnið á náttúruvænan máta, bæði af framleiðendum og af Kristínu.

„Fyrst prjónaði ég alltaf úr íslensku ullinni. Ég er mjög hrifin af henni, en ég er ekki minna hrifin af bandi sem í er mjúk merínóull, eða einhver undraverð blanda af merínóull, alpakkaull, kasmírull, silki, hör, breskri ull, mohair og jafnvel bambus.

Litunin fer fram í smáu upplagi, hver hespa fær mikla ást og athygli en það er partur af því að uppfylla markmiðið með þessu, sem er að hanna liti og litasamsetningar og koma þeim í form á garni og færa þannig prjónurum og heklurum einstakan gæðaefnivið í næsta verkefni,“ segir Kristín. Handlitað garn er mjög vinsælt í dag.

Kristín er einnig í samstarfi við íslenska textílhönnuði og segir samstarfið gefa mikinn innblástur. „Meiriháttar að sjá fullbúna flík prjónaða eða heklaða úr garni frá mér,“ segir Kristín.

Nýjasta verkefnið er aðventudagatal sem í er uppskrift að sjali eftir Eddu Lilju Guðmundsdóttur, garn í sjalið og eitt og annað óvænt, eigandinn fær síðan glaðning úr dagatalinu á hverjum aðventusunnudegi og á aðfangadag og endar vonandi á því að hafa prjónað fallegt sjal í desember og jafnvel sitthvað fleira úr innihaldinu.

Á vefsíðu Vatnsnes Yarn má sjá vöruúrvalið. Pantanir eru sendar hvert sem er, en ef þú býrð eða starfar í póstnúmeri 530, þá er frí heimsending. „Það er auðvitað vegna þess að ég bý á svæðinu,“ segir Kristín.

Allar upplýsingar má finna á vefsíðu Vatnsnes Yarn og einnig á Instagram og Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Kynning
Fyrir 2 dögum

250 litir: Gott orðspor er gulli betra

250 litir: Gott orðspor er gulli betra
Kynning
Fyrir 2 dögum

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna
Kynning
Fyrir 3 dögum

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna
Kynning
Fyrir 5 dögum

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“
Kynning
Fyrir 1 viku

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu
Kynning
Fyrir 1 viku

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn