fbpx
Lífsstíll

Þóra Björk Schram: Vöruhönnun innblásin af íslenskri náttúrufegurð

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. september 2018 18:00

Þóra Björk Schram

Þóra Björk Schram hefur fengist við listsköpum meirihluta ævi sinnar en á síðustu árum hefur sköpunarkraftur hennar fengið sífellt meiri útrás í fallegum nytjahlutum, til dæmis veggskúlptúrum, stólkollum með fögrum sessum, rekaviðarkollum með sessum í sauðalitum og litríkum púðum.

„Ég fæst við málverkið og vatnslitina inni á milli en ég er textílhönnuður að mennt og stefndi alltaf leynt og ljóst að iðnhönnun eða vöruhönnun,“ segir Þóra Björk sem lærði í Bandaríkjunum auk þess að ljúka textílnámi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Yfirfærslan í vöruhönnun tók mikinn kipp fyrir örfáum árum þegar Þóra Björk komst í stærri vinnuaðstöðu: „Ég var með vinnustofu á Korpúlfsstöðum í átta ár og var þar í dásamlegu umhverfi. En ég flutti mig um sett í Gufunes fyrir þremur árum. Ég fékk þar stóra vinnustofu í nýja lista- og kvikmyndaþorpinu sem er að rísa þar. Þá fór ég að geta víkkað út vinnuna og gert mun stærri og meira krefjandi hluti,“ segir Þóra Björk.

Íslensk náttúra – þetta fagra og smáa

„Ég sæki innblásturinn fyrst og fremst í íslenska náttúru. Tek gjarnan myndir af plöntum og það heillar mig að reyna að gefa þessum litlu blómum og jurtum rödd – til dæmis dýjamosa, blóðbergi og geldingahnappi, svona jurtum sem okkur hættir til að ganga yfir án þess að taka eftir,“ segir Þóra Björk.

Þóra Björk hefur átt í gefandi samstarfi við húsgagnahönnuðinn Ólaf Þór Erlendsson um hönnun á stólkollum undir merkinu SPOT Iceland. Þóra Björk hannar sessur á kollana: „Ég nota þarna íslensku ullina sem ég læt lita og spinna fyrir mig áður en hún er nýtt í sessurnar. Ég útfæri mínar hugmyndir í lit og formi af íslenskum plöntum og þegar ég er búin að finna plöntuna gef ég henni gps-punktinn, nákvæma staðsetningu þar sem ég fékk innblásturinn – og þær upplýsingar fylgja SPOT kollinum.“

Þóra Björk er einnig þekkt fyrir mjög fallega púða sem hún hannar. „Við púðagerðina er ég alveg í núvitundinni og það er gott að fara í þá til að hvíla sig á öðru – ég kemst alveg í trans.“

Auk þess hannar Þóra Björk hljóðskúlptúra, vegg- og gólfteppi sem tengjast sama efni auk þess að mála og taka ljósmyndir.

 

Mæltu þér mót við listamanninn

Nánar má skoða list og hönnun Þóru Bjarkar á Facebook, Þóra Björk Design, SPOT Iceland og thorabjorkdesign.is. Til að þreifa á verkunum og hugsanlega kaupa eða leggja inn pöntun er gott að mæla sér mót við Þóru Björk í galleríi hennar að Vatnsstíg 3. Er þá fyrst hringt í listamanninn í síma 822-7510. Samtalið getur síðan þróast með þeim hætti að farið er með Þóru Björk upp í vinnustofu hennar í Gufunesi.

Sjá einnig Instagram-síðu Þóru Bjarkar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

ET Verslun: Vinnuljós og öll ljós á bíla

ET Verslun: Vinnuljós og öll ljós á bíla
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Lýsing & Hönnun er með lausnir fyrir alla

Lýsing & Hönnun er með lausnir fyrir alla
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hljóðfærahúsið: Kveikir neistann hjá upprennandi tónlistarfólki

Hljóðfærahúsið: Kveikir neistann hjá upprennandi tónlistarfólki
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Klæðskeralistin í öndvegi: Gefðu sérsniðna jólagjöf

Klæðskeralistin í öndvegi: Gefðu sérsniðna jólagjöf
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Gjafakort á Humarhúsið er upplifun sem endist

Gjafakort á Humarhúsið er upplifun sem endist
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hágæðanudd og ógleymanleg gæsapartí

Hágæðanudd og ógleymanleg gæsapartí
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Inga Rós er með bás í Barnaloppunni: „Allir græða“

Inga Rós er með bás í Barnaloppunni: „Allir græða“