fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Kynning

1000 ára sveitaþorp: Ferskar kartöflur í umhverfisvænum umbúðum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. september 2018 12:00

„Þetta er óneitanlega hugsjón enda er ekki nóg að hafa bara plastlausan september. Við þurfum að gera meira, gera allt sem við getum til að minnka notkun á einnota plastumbúðum,“ segir Ársæll Markússon, eigandi fyrirtækisins 1000 ára sveitaþorp sem selur ferskar kartöflur í umhverfisvænum pappírsumbúðum.

 

„Ég er búinn að vera í kartöflum frá því ég var pínulítill patti og í gegnum tíðina hef ég séð hvað plastnotkun hefur aukist gríðarlega. Ég spurði sjálfan mig hvernig gæti ég breytt nærumhverfi mínu til að sporna við þessu og svarið var sérvaldar og handpakkaðar kartöflur í fallegum, umhverfisvænum umbúðum,“ segir Ársæll.

 

Kalla má 1000 ára sveitaþorp fjölskyldufyrirtæki en Ársæll, sem er alinn upp við kartöfluræktun í Þykkvabænum, starfar einn í fyrirtækinu en nýtur aðstoðar foreldra sinna sem eru gamalgrónir kartöfluræktendur. Ársæll er 32 ára gamall, menntaður matreiðslumaður og hefur starfað í Bandaríkjunum, Frakklandi og Danmörku.

 

„Síðan kom ég heim og þá var gott að leita aftur til upprunans, komast með hendurnar aftur í jörðina, í gróðurmoldina,“ segir Ársæll, en fyrirtækið var í raun stofnað utan um nýja kjötafurð sem Ársæll hefur þróað og ber heitið Skræður. Skræðurnar koma á markaðinn síðar í haust og segjum við þá betur frá þeim.

 

Kartöflurnar í umhverfisvænu pappírsumbúðunum frá 1000 ára sveitaþorpi eru til sölu í verslunum Krónunnar, Melabúðinni og Nóatúns. „Vonandi fylgja aðrar búðir þeirra fordæmi. Því fólk verður að hafa val í sínu nærumhverfi til jákvæðra breytinga,“ segir Ársæll að lokum. Þeir sem kaupa þær fá góðar og ferskar kartöflur um leið og þeir stuðla að minni plastnotkun á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Tómstundatækin í Ping Pong eru frábærar jólagjafir

Tómstundatækin í Ping Pong eru frábærar jólagjafir
Kynning
Fyrir 2 dögum

Hver hringir í 112, á ég að gera það? Nei – bíllinn gerir það!

Hver hringir í 112, á ég að gera það? Nei – bíllinn gerir það!
Kynning
Fyrir 3 dögum

Hversu snöggur er sprækasti 3cl bíll sem Gæi hefur kynnst upp í hundraðið?

Hversu snöggur er sprækasti 3cl bíll sem Gæi hefur kynnst upp í hundraðið?
Kynning
Fyrir 3 dögum

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!
Kynning
Fyrir 4 dögum

Bíóhornið: Allir geta verið Spider-Man – en hver er bestur?

Bíóhornið: Allir geta verið Spider-Man – en hver er bestur?
Kynning
Fyrir 4 dögum

Snarlúkkar þessi kerra!

Snarlúkkar þessi kerra!
Kynning
Fyrir 4 dögum

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin
Kynning
Fyrir 4 dögum

Heimilislíf: Tyrknesk handklæði og fleiri eðalvörur

Heimilislíf: Tyrknesk handklæði og fleiri eðalvörur