fbpx
Lífsstíll

Vöruflutningar, búslóðaflutningar og aðstöðubílar fyrir kvikmyndabransann

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. september 2018 08:00

„Ég er valkostur við stóru skipafélögin, Eimskip og Samskip, um búslóðaflutninga milli Íslands og Skandinavíu og vöruflutninga og búslóðaflutninga innanlands. Stundum er ég ódýrari, stundum ekki, það fer allt eftir eðli verkefnanna hverju sinni. Hér er engin yfirbygging og þjónustan er hurð í hurð, það eru engin vöruhús, lyftarar eða starfsfólk á milli, sem sagt engir milliliðir, heldur flyt ég vöruna eða búslóðina upp að dyrum í flestum tilfellum.“

Þetta segir Jón Tómas Ásmundsson sem rekur flutningaþjónustu undir heitinu Vöruflutningar.is. Hann hefur starfað við vöruflutninga frá árinu 1993 og kveður þar mest að reglulegum vöruflutningum og búslóðaflutningum milli Reykjavíkur og Akureyrar einu sinni til tvisvar í viku.

Búslóðaflutningar milli Íslands og hinna Norðurlandanna

En síðustu ár hafa búslóðaflutningar milli Íslands og hinna Norðurlandanna verið mjög fyrirferðarmiklir. Jón segist raunar líka hafa flutt búslóðir til Spánar og er hann opinn fyrir flutningum hvert sem er, en langmest kveður að Skandinavíu-flutningunum. Flutningabílunum er þá ekið til Seyðisfjarðar þar sem þeir fara um borð í Norrænu. Túrinn tekur allt í allt tvær vikur og þessar ferðir eru á u.þ.b. sjö vikna fresti.

Jón Tómas segir marga veigra sér við að nýta sér þjónustu hans þar sem þeir finni meira öryggi í því að skipta við þekkt fyrirtæki eins og Eimskip og Samskip. Reynslan og orðsporið vinni hins vegar alltaf með honum og þeir sem hafi einu sinni átt viðskipti við hann mæli nær alltaf með honum við aðra. Einfaldur rekstur og engin yfirbygging gera honum kleift að bjóða oft mun betra verð en stóru flutningafélögin.

„Ég er með þrjá flutningabíla í eigin eigu en ég kalla alltaf til mína samstarfsaðila fyrir stærri verkefni. Ég er í samstarfi við nokkra félaga sem sinna vöruflutningum eins og ég en ég er sá eini sem er í búslóðaflutningum milli Íslands og hinna Norðurlandanna. En ég get einfaldlega tekið það með mér sem hentar hverju sinni og ef ég er búinn að fylla mína bíla hef ég einfaldlega samband við félagana.“

Aðstöðubílar fyrir kvikmyndabransann

Jón Tómas og fyrirtæki hans er nú tengt upptökum á framhaldi hinnar geysivinsælu þáttaraðar Ófærðar. „Ég hef verið tengdur kvikmyndabransanum í um 18 ár en lengst af snerist það eingöngu um flutning á bílum fyrir auglýsingamyndatökur. Núna er ég farinn að færa mig út í aðstöðubíla. Ég get skaffað hillubíla, hvort sem það er venjulegur sendibíll eða þriggja öxla aldrifsbíll; ég get skaffað búningadeild eða bíl sem er bara með speglum og borðum fyrir förðun og þess háttar; ég get skaffað skrifstofubíl, klósett, búningaaðstöðu, kaffistofu,“ segir Jón Tómas sem hefur yfir alls átta bílum að ráða en bíll frá honum hýsir núna búningadeild kvikmyndatökuliðs Ófærðar:

„Þetta er búningadeild á hjólum. Búningahönnuðurinn getur þá verið með alla búninga í bílnum ásamt vinnu- og viðgerðaraðstöðu. Fólk getur skipt þarna um föt, mátað og svo framvegis – allt í bílnum.“

Nánari upplýsingar um þjónustuna veitir Jón Tómas í síma 896-2063 en einnig er áhugavert að skoða heimasíðuna voruflutningar.is og Facebook-hópinn Jón Tómas Flutningar- Ísland Noregur- Noregur Ísland, til að fá upplýsingar um þjónustuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Náttúrufegurðin sem blasir við Borgarnesi

Náttúrufegurðin sem blasir við Borgarnesi
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Gjöf sem heldur áfram að gefa

Gjöf sem heldur áfram að gefa
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Myndun á Sauðárkróki: Ástsælar strigamyndir og prentun á blindraletri

Myndun á Sauðárkróki: Ástsælar strigamyndir og prentun á blindraletri
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Gjafabréf í vellíðan og dekur er jólagjöf sem gleður

Gjafabréf í vellíðan og dekur er jólagjöf sem gleður
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Þvottakompaníið: Þvottahús á uppleið

Þvottakompaníið, Vesturvör 22, Kópvogi

Þvottakompaníið: Þvottahús á uppleið
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hótel Laugarbakki: Ógleymanleg villibráðarhlaðborð og jólahlaðborð

Hótel Laugarbakki: Ógleymanleg villibráðarhlaðborð og jólahlaðborð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Út í bláinn – Perlunni: Brot af því besta í íslenskri og erlendri villibráð

Út í bláinn – Perlunni: Brot af því besta í íslenskri og erlendri villibráð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Ilmvörur.is: Ilmandi gjafavörur

Ilmvörur.is: Ilmandi gjafavörur
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Báran Restaurant: Eitt flottasta jólahlaðborðið á Norðausturlandi

Báran Restaurant: Eitt flottasta jólahlaðborðið á Norðausturlandi