fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Kynning

Komdu í skvass: Heilsusamlegasta íþróttin

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skvass, eða veggtennis eins og það er stundum kallað, hefur tíu ár í röð verið valið heilsusamlegasta íþróttagreinin af tímaritinu Forbes Magazine. Það kemur þeim ekki á óvart sem þekkja til íþróttarinnar enda eykur hún mjög þol og styrkir líkamann alhliða auk þess að þykja afar skemmtileg.

Skvassfélag Reykjavíkur býður almenningi upp á að stunda skvass í veglegu húsnæði sínu að Stórhöfða 17, Reykjavík. Þar eru fjórir skvasssalir.

Kim Magnús Nielsen er formaður Skvassfélags Reykjavíkur og sér einnig um unglingastarf í félaginu. Kim er fimmtánfaldur Íslandsmeistari í íþróttinni og er núverandi landsliðsþjálfari í skvassi. Landsliðið tók þátt í EM í Lettlandi í apríl og lagði þar að velli fjórar þjóðir.

Kim Nielsen (til hægri) og Matthías Jónsson

Að sögn Kims er skvass íþrótt sem hentar öllum. „Fólk eldist mjög vel í íþróttinni og hingað koma margir sem eru á sjötugsaldri. Þú spilar bara á þinni getur og mótspilarar þínir eldast líka,“ segir Kim. Hann segir að tvenndarleikur í skvassi þekkist en langalgengast sé að spilað sé einn á móti einum. „Hins vegar bóka stundum þrír til fjórir sal í einu og tveir hvíla sig á meðan hinir keppa.

Við erum líka með hefðbundna líkamsræktarstöð hérna á annarri hæð og því er hægt að kaupa árskort í skvass og ræktina,“ segir Kim en sumir flétta saman æfingar í tækjasal og skvassi.

Skvass er afskaplega skemmtileg íþrótt sem veitir mikla útrás jafnframt því að byggja upp þol og styrk iðkenda. Kannski er skvass nákvæmlega íþróttin sem þig vantar núna til að taka með þér inn í annasaman og skemmtilegan vetur?

Skvasstíma er hægt að bóka með einföldum og þægilegum hætti á vefsíðunni skvass.is eða í síma 577-5555. Stöðin er sem fyrr segir að Stórhöfða 17. Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8 til 22, föstudaga frá 7 til 20, laugardaga frá 9 til 16 og sunnudaga frá 10 til 16.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum