fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Lífsstíll

Hydra Flot Spa: Lokaðu á áreitið og njóttu þess að fljóta um í þyngdarleysi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. september 2018 11:00

Nútímafólk sækist í auknum mæli eftir slökun og íhugun til að draga úr streitu og fá stundarfrið frá áreiti heimsins. Sérstakir flottankar þar sem hægt er að fljóta um í þyngdarleysi eru áhugaverð nýjung sem veita fólki magnaða upplifun og einstaka kyrrðarstund.

Bandaríkjamaðurinn Ryan Kevinson hefur nú opnað heilsulindina Hydra Flot Spa, að Rauðarárstíg 1, á Hlemmtorgi, og þar eru þrír sérstakir flottankar. Vatnið í hverjum tanki er blandað með 400 kílóum af Epsom-salti og hitastig er það sama og húðin, sem veitir þá upplifun að svifið sé um í draumkenndu þyngdarleysi.

Tankarnir takmarka allt ytra áreiti og maður er einn með skilningarvitunum. Tankar af þessu tagi hafa verið notaðir af NASA og bandaríska hernum til að rannsaka mannshugann.

Þessi nýstárlega heilsurækt er talin geta unnið gegn svefnleysi, verkjum, kvíða, þunglyndi og jafnvel fíkn. Þeir sem prófað hafa tankana hjá Hydra Flot Spa eru afar ánægðir. Á Facebook-síðu heilsulindarinnar, Facebook.com/hydraflot, er að finna afar jákvæðar umsagnir hrifinna viðskiptavina. Meðal þeirra er Sylvía Rut sem skrifar:

„Fór út fyrir þægindarammann í dag og skellti mér í flot, var bæði mjög spennt að prófa e-ð nýtt en líka kvíðin og stressuð þar sem ég fæ stundum innilokunarkennd. En þetta var „out of this world“ upplifun! Eigandinn fór vel yfir ferlið og gaf góð ráð um hvernig væri best að venjast og ná að slaka á sem þrælvirkaði. Mér leið strax vel ofan í tanknum (engin innilokunarkennd), meira að segja þegar ljósin slokknuðu sem ég var búin að vera smá stressuð fyrir. Þetta var algjör unaður, bæði náði ég betri slökun en ég hef áður upplifað og saltið í vatninu gerði húð og hár silkimjúkt. Ég mun að öllum líkindum verða fastakúnni hér og get 100% mælt með þessu.Takk fyrir mig.“

Aðrir viðskiptavinir greina meðal annars frá því hve dvölin í tönkunum hafi verið streitulosandi og vöðvaslakandi.

Það er áhugaverð og heillandi hugmynd að svipta mann um stund öllu áreiti, að loka á skynfærin og vera fullkomlega einn með sjálfum sér um leið og líkaminn fær dásamlega hvíld. Þetta er eitthvað sem fólki finnst spennandi að prófa og þeir sem hafa gert það eru mjög hrifnir af upplifuninni og áhrifunum á líkama og sál.

Í takmarkaðan tíma er nú í gildi 2 fyrir 1 tilboð á tíma í Hydra Flot Spa. Hægt er að nota þetta sem gjöf ef þú kýst. Sjá nánar á shop.hydraflot.is/products/2fyrir1-is

Sjá nánar á vefsíðunni hydraflot.is og Facebook-síðunni Facebook.com/hydraflot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Lífsstíll
Fyrir 18 klukkutímum

Fjölskyldan sameinast yfir hljóðbókum

Fjölskyldan sameinast yfir hljóðbókum
Lífsstíll
Í gær

Ostur er sjálfsagður veislukostur

Ostur er sjálfsagður veislukostur
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Reykjavík Röst: Það ilmar allt af jólakanil

Reykjavík Röst: Það ilmar allt af jólakanil
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Fisherman: Ein besta fiskisjoppa úthverfanna

Fisherman: Ein besta fiskisjoppa úthverfanna
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Ban Kúnn: Ferskur tælenskur matur frá hjartanu

Ban Kúnn: Ferskur tælenskur matur frá hjartanu
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum
Jólabækur Drápu
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Allt fyrir nuddarann og aðra sem starfa í heilsugeiranum

Allt fyrir nuddarann og aðra sem starfa í heilsugeiranum
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Matarkjallarinn býður upp á einstaka matarupplifun á aðventunni

Matarkjallarinn býður upp á einstaka matarupplifun á aðventunni
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Aðventuljóminn eykst með hverjum tónleikum

Aðventuljóminn eykst með hverjum tónleikum
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Tónskóli Sigursveins: Glæsileg tónleikadagskrá

Tónskóli Sigursveins: Glæsileg tónleikadagskrá