fbpx
Lífsstíll

Daníel Fjeldsted einkaþjálfari: Áhersla á langtímaárangur

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. september 2018 14:00

„Það gengur yfirleitt vel hjá mér og mínum viðskiptavinum að sameinast um markmið en margir átta sig ekki á því að þetta tekur tíma, fólk vill árangur strax. Ég reyni að breyta hugarfarinu úr kapphlaupi í lífsstílshugsun,“ segir Daníel Fjeldsted, einkaþjálfari hjá Reebok Fitness.

Daníel er ÍAK einkaþjálfari með fjögurra ára reynslu af einkaþjálfun, ásamt því að hafa stýrt ýmsum námskeiðum og hópum hjá Reebok Fitness sem og annars staðar. Daníel er einnig ÍAK styrktarþjálfari og hefur til dæmis séð um styrktarþjálfun hjá yngri flokkum ÍR í knattspyrnu. Daníel leggur mikla áherslu á að afla sér nýrrar þekkingar á sviði þjálfunar til að geta boðið iðkendum sem til hans leita upp á það besta í faginu hverju sinni. Hann hefur meðal annars sótt námskeið í Bandaríkjunum tengd styrktarþjálfun.

Viðskiptavinir Daníels eru á öllum aldri, allt frá 13 ára knattspyrnuiðkendum til fólks á sjötugsaldri. Yngstu þátttakendurnir fá ómetanlega þekkingu á líkamsrækt og æfingatækni sem veitir þeim forskot inn í framtíðina. Daníel leggur jafnframt þunga áherslu á mikilvægi þess að stunda líkamsrækt á efri árum: „Styrktarþjálfun er fyrir alla og ekki síður mikilvæg á efri árum þar sem að hún getur bætt lífsgæði fólks gífurlega.“ Margir leita til hans vegna ofþyngdar og þar leggur Daníel áherslu á langtímaárangur og að fólk tileinki sér breyttan lífsstíl til frambúðar: „Ef fólk nær að tvinna saman gott mataræði, hreyfingu, góðan svefn og að lágmarka stress í sínu lífi þá mun það ná árangri. Þetta er ekki flókið en getur reynst fólki erfitt.“

Einkaþjálfun, fjarþjálfun og Hybrid-þjálfun

„Það er mikilvægt að hafa prógramm þegar maður fer í ræktina og stefna að einhverju markmiði því annars er hætta á að fólk gefist bara upp,“ segir Daníel en hann býður upp á þrjár þjónustuleiðir. Langalgengast er að fólk velji einkaþjálfun en þá æfir það með einkaþjálfaranum tvisvar til þrisvar í viku. Hins vegar er hægt að æfa hjá honum í litlum hópum og geta 2–4 sameinast í hópþjálfun.

Fjarþjálfun hentar þeim sem vilja æfa sjálfir en fá stuðning og prógramm til að fara eftir. Sumir velja fjarþjálfun frekar en einkaþjálfun þar sem fólk er ekki bundið við ákveðinn æfingatíma.

Hybrid-þjálfun er áhugaverð nýjung á markaðnum en þar er tvinnað saman einkaþjálfun og fjarþjálfun. „Þessi hugmynd kom frá einum af viðskiptavinum mínum sem hefur verið í einkaþjálfun hjá mér í nokkur ár og er blanda af því besta úr einkaþjálfun og fjarþjálfun og er einnig ódýrari kostur en einkaþjálfun.“ Viðskiptavinur hittir þá þjálfarann þrisvar sinnum í fyrstu vikunni en næstu þrjár vikurnar æfir hann sjálfur á þeim tíma sem honum hentar eftir prógramminu frá þjálfaranum sem farið var yfir í fyrstu vikunni.

Nánari upplýsingar um þetta og verðlista er að finna á vefsíðu Daníels, dfthjalfun.is, og þar er líka hægt að hafa samband og panta sér þjónustu hans.

Sem fyrr segir þjálfar Daníel í Reebok Fitness sem rekur mjög vel útbúnar líkamsræktarstöðvar víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Brátt verður ný og glæsileg Reebok Fitness-stöð opnuð í Lambhaga. Sjá nánar á reebookfitness.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Gjafakort á Humarhúsið er upplifun sem endist

Gjafakort á Humarhúsið er upplifun sem endist
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Náttúruafurðir nýttar í andlitskrem

Náttúruafurðir nýttar í andlitskrem
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Hágæðanudd og ógleymanleg gæsapartí

Hágæðanudd og ógleymanleg gæsapartí
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Þvottakompaníið: Þvottahús á uppleið

Þvottakompaníið: Þvottahús á uppleið
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Eldhestar: Jólahlaðborð í sveitakyrrð

Eldhestar: Jólahlaðborð í sveitakyrrð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hótel Laki: Ógleymanleg veisla fyrir hópinn þinn á vinalegu fjölskylduhóteli

Hótel Laki: Ógleymanleg veisla fyrir hópinn þinn á vinalegu fjölskylduhóteli
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Á ferð og flugi: Stækkandi flutningafyrirtæki á landsbyggðinni

Á ferð og flugi: Stækkandi flutningafyrirtæki á landsbyggðinni