fbpx
Lífsstíll

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. september 2018 10:43

„Næstum allar vörur hér eru endurnýttar og er það meginhugsjónin að bjóða eingöngu upp á endurnýttar vörur. Barnavörur eru margar hverjar notaðar í svo stuttan tíma í senn og þá sérstaklega fyrstu árin því krílin stækka svo hratt. Þess vegna er gott að fleiri fjölskyldur geti notið þeirra,“ segir Guðríður Gunnlaugsdóttir, sem rekur hinn afar áhugaverða og vinsæla markað, Barnaloppuna. Verslunin er til húsa í Skeifunni 11D og er opin alla daga vikunnar, mánudaga – föstudaga frá kl. 11 til 18 og um helgar frá kl. 11 til 17.

Barnaloppan er umboðssala fyrir notaðar barnavörur og getur hver sem er leigt sér bás og selt notuðu barnavörurnar sínar. „Hægt er að bóka bás á vefsíðunni okkar, www.barnaloppan.is, og eftir bókun fær fólk sent vefaðgang inn á síðuna okkar, Loppubókun, þar sem það skráir inn verð á þeim vörum sem það hyggst selja. Þegar komið er með vörurnar til okkar fá leigjendur útprentaða verðmiða fyrir vörurnar sínar og setja upp básinn sinn. Þegar básinn er kominn upp sjáum við alfarið um söluna og skönnum vörurnar inn við kassann. Um leið og vara er seld getur svo leigjandinn séð að varan merkist sem seld inn á hans svæði í Loppubókun. Þó er mælt með því að fólk komi annað slagið og taki til í básnum, eða litlu búðinni sinni hjá okkur,“ segir Guðríður.

Hægt er að bóka bás að lágmarki eina viku í einu og síðan alveg ótakmarkað lengi, en Guðríður segir að 2-3 vikur séu algengasti leigutíminn hjá básaleigjendum.

Básarnir eru tvenns konar, annars vegar bás með fimm hillum sem henta fyrir bækur og leikföng, en hins vegar bás með fataslá og þremur hillum sem henta frekar fyrir fatnað og skó.

Það er líf og fjör alla daga vikunnar í Barnaloppunni og yndislegt að sjá notaðar barnavörur öðlast nýtt líf hjá nýjum fjölskyldum. Guðríður vill einnig benda á að ekki eru eingöngu seldar þarna vörur fyrir yngstu börnin heldur er til dæmis einnig fatnaður í unglingastærðum og allt milli himins og jarðar sem tengist börnum.

Sjá nánar á www.barnaloppan.is eða á Facebook síðu Barnaloppunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Lýsing & Hönnun er með lausnir fyrir alla

Lýsing & Hönnun er með lausnir fyrir alla
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Zolo & Co. – Vörur sem hreinsa loftið og fegra umhverfið

Zolo & Co. – Vörur sem hreinsa loftið og fegra umhverfið
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Húðin Skin Clinic: Heilbrigðari húð og aukin vellíðan í jólagjöf

Húðin Skin Clinic: Heilbrigðari húð og aukin vellíðan í jólagjöf
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Inga Rós er með bás í Barnaloppunni: „Allir græða“

Inga Rós er með bás í Barnaloppunni: „Allir græða“
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Myndun á Sauðárkróki: Ástsælar strigamyndir og prentun á blindraletri

Myndun á Sauðárkróki: Ástsælar strigamyndir og prentun á blindraletri