fbpx
Lífsstíll

Ný lína af KitchenAid hrærivélum

Kynning
Kynningardeild DV
Fimmtudaginn 13. september 2018 12:48

KitchenAid hefur lengi verið einn þekktasti framleiðandi heims á sviði heimilistækja og KitchenAid hrærivélin verið eitt eftirsóknarverðasta tækið frá þeim.

KitchenAid hrærivélarnar hafa tekið nokkrum breytingum frá því sem áður var og fyrirtækið sinnt stöðugri þróun á öllum hlutum hrærivélarinnar svo hún standist væntingar nútímaneytandans.

Nýjasta lína hrærivéla frá KitchenAid eru Artisan 5KSM185 vélarnar sem ásamt því að galdra fram kökur og kræsingar á mettíma sóma sér enn betur uppi á eldhúsbekknum. Útlit hrærivélanna hefur verið uppfært ásamt aukahlutunum en vélin skartar nú glæsilegum krómuðum hnúðum, tvítóna stálskál með burstuðu stáli og fægðri stálrönd að ofan. Einnig mega nýju aukahlutirnir allir fara í uppþvottavél sem er mikið hagræði fyrir þá sem hafa hingað til þurft að vaska upp í höndunum eftir baksturinn. Nýi þeytarinn er úr ryðfríu stáli en hrærarinn og hnoðarinn krómhúðaðir. Ásamt þeim fylgir hveitibraut, 3 ltr skál og matreiðslubók á íslensku.

KitchenAid Artisan 185 hrærivélin fæst í tólf litum, þar af fjórum nýjum; Dried Rose sem er fölbleikur litur með mattri áferð, Crimson Red eða djúprauður með glansáferð, Coral sem er sanseraður appelsínubleikur litur og Azure blár, sanseraður blár litur með túrkís yfirtón. Klassísku litina vantar ekki í nýju línuna en vélina er einnig fáanleg grásanseruð, svört, svört mött/steingrá, rauð, eplarauð og kremlituð. Ásamt burstuðu vélunum sem fást í koparlit og stál.

KitchenAid hrærivélarnar eru vandaðar og endingargóðar með 5 ára ábyrgð. Á þær má kaupa fjöldann allan af skemmtilegum aukahlutum sem auðvelda handtökin í eldhúsinu svo um munar. Má þar helst nefna grænmetissneiðarann, glerskálina, hakkavélina og margt fleira sem gerir eldamennskuna að einfaldri og ánægjulegri upplifun.

KitchenAid Artisan 185 vélarnar kosta 89.990 krónur en burstuðu vélarnar 119.990 og eru fáanlegar í Raflandi.

Í heimilistækjadeild Raflands, Síðumúla 4, má skoða allt úrvalið af KitchenAid hrærivélum á glæsilegum uppstilltum KitchenAid vegg og starfsfólk þar getur svarað öllum spurningum er varða meðhöndlum og notkun KitchenAid.

Einnig má skoða KitchenAid 5KSM185 hrærivélarnar betur í vefverslun Raflands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Bílahöllin-Bílaryðvörn: Hágæða Dinitrol-ryðvarnarefni og fagmennska við ryðvörn

Bílahöllin-Bílaryðvörn: Hágæða Dinitrol-ryðvarnarefni og fagmennska við ryðvörn
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Bílaverkstæðið Smur og dekk: Dekkjaþjónusta, almennar viðgerðir og dráttarbílaþjónusta

Bílaverkstæðið Smur og dekk: Dekkjaþjónusta, almennar viðgerðir og dráttarbílaþjónusta
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Gæludýr.is: Allt fyrir gæludýrið þitt á netinu og í fjórum glæsilegum verslunum

Gæludýr.is: Allt fyrir gæludýrið þitt á netinu og í fjórum glæsilegum verslunum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Detox-heilsufrí í Póllandi og á Íslandi

Detox-heilsufrí í Póllandi og á Íslandi
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Reykjavík Meat: Loksins steikarstaður í fínni kantinum

Reykjavík Meat: Loksins steikarstaður í fínni kantinum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Hártækjadagar í Byggt og búið: Allt að helmingsafsláttur af hártækjum

Hártækjadagar í Byggt og búið: Allt að helmingsafsláttur af hártækjum