fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Kynning

Icephone Kringlunni og Týsgötu: Markmiðið er hröð þjónusta og jákvæð þjónustuupplifun

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. ágúst 2018 08:00

Jóhann Jónsson verslunarstjóri á Týsgötu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Icephone býður upp á hraða þjónustu á símaviðgerðum, símafylgihluti og eldri síma, sem hafa verið uppgerðir. Einnig býður fyrirtækið upp á tölvu- og iPadviðgerðir.

„Hjá Icephone er þetta spurning um að veita góða og hraða þjónustu. Okkar markmið er að veita viðskiptavinum jákvæða þjónustuupplifun,“ segir Halldór S. Steinssen, framkvæmdastjóri  Icephone.

Icephone hefur verið á bíógangi Kringlunnar síðan í ágúst 2016 og nú í lok júlí var önnur verslun Icephone opnuð í miðbænum, að Týsgötu 1, á horni Týsgötu og Skólavörðustígs. „Okkur fannst vanta þessa þjónustu í miðbæinn og við töldum þörf á henni þar,“ segir Halldór.

Slagorðið er 90 mínútna viðgerðir

„Það er algengt að símar lendi í vatnsskaða eða höggskemmdum, hvorutveggja er yfirleitt utan ábyrgðar framleiðanda. Við fáum talsvert af slíkum tilfellum til okkar auk þess sem við sjáum mikið af símum sem eru með slöpp batterí.

Það getur tekið langan tíma fyrir fólk að fá símana sína til baka úr viðgerð,“ segir Halldór. „Við fórum af stað með slagorðið 90 mínútna viðgerðir, þannig að fólk getur sinnt sínum erindum í Kringlunni meðan við gerum við símann. Vinir og vinna er er allt í símanum hjá fólki í dag, auk samfélagsmiðla þannig að viðskiptavinurinn má alls ekki við því að missa tækið í marga marga daga. Okkar markmið er að vera sneggri og reyna að klára viðgerð samdægurs eða daginn eftir.

Ef viðskiptavinur velur 90 mínútna viðgerð, þá þarf að panta slíka viðgerð,“ segir Halldór. „En ef við fáum til dæmis  iPhone, sem þarf skjáviðgerð, inn fyrri part dags, þá erum við oftast að klára viðgerð á tækinu sama dag. Við erum mest að gera við iPhone og Samsung, enda eru það algengustu símarnir á markaðinum.“

Ekkert skoðunargjald hjá Icephone

„Við tökum ekkert skoðunargjald, þannig að við tökum við símanum og greinum hann fyrir þig,“ segir Halldór. „Viðskiptavinir eru eðlilega oft stressaðir yfir hvað hlutirnir kosta, við tökum símann inn, greinum hvað er að, höfum síðan samband við viðskiptavininn og segjum honum hvað sé að tækinu og hvað viðgerð muni kosta og viðskiptavinurinn getur þá valið hvort hann vill láta gera við símann eða ekki.

Íhlutir eru dýrir og skjáir eru dýrir, við notum original Samsung-íhluti, það er meira framboð af íhlutum frá þriðja aðila í iPhone, við erum komnir með ágætis reynslu af okkar birgjum þannig að við treystum okkur til að bjóða sex mánaða ábyrgð á þeim íhlutum sem við notum,“ segir Halldór.

Popsocket og fleiri símafylgihlutir til sölu

Icephone selur einnig fylgihluti fyrir síma. „Við seljum einnig símafylgihluti, hulstur, skjáfilmur, hleðslutæki, fyrirframgreidd símakort, vatnshelda poka og fleira. Auk þess erum við með Popsocket, sem er mjög vinsælt í dag, en það er sett aftan á símann til að halda betur á honum eða tylla honum á borð.

Við erum einnig að selja uppgerða síma, við kaupum síma af viðskiptavinum, til dæmis ef einstaklingur er búinn að uppfæra símann sinn í nýrri týpu eða er með síma með brotnum skjá eða lélegu batteríi, þá getur hann komið með símann til okkar og fengið tilboð í hann. Við förum síðan yfir símann, skiptum um skjá eða batterí og fleira ef þess þarf og seljum hann,“ segir Halldór. „Með þessu höldum við símanum lengur í notkun, það er ákveðin umhverfisvernd í því. Við erum svolítið gíruð í að vera alltaf með nýjustu týpuna þó að ekkert sé að eldri símanum okkar.“

Icephone er staðsett í Kringlunni á bíóganginum og á Týsgötu 1, síminn er 546-5444.
Opnunartími er í takt við verslanir Kringlunnar og á Týsgötu frá kl. 10–18 alla daga nema sunnudaga.
Heimasíða: icephone.is og Facebooksíða: IcePhoneVidgerdir.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“
Kynning
Fyrir 6 dögum

Eiríkur hjá Egat.is veit hvað góðir bekkir þurfa að hafa til að endast!

Eiríkur hjá Egat.is veit hvað góðir bekkir þurfa að hafa til að endast!
Kynning
Fyrir 1 viku

Allt verður einfaldara með KitchenAid matvinnsluvélinni

Allt verður einfaldara með KitchenAid matvinnsluvélinni
Kynning
Fyrir 1 viku

Nature Sense: Fyrir náttúrulega fegurð

Nature Sense: Fyrir náttúrulega fegurð
Kynning
Fyrir 1 viku

ISR Matrix – Eru starfsmenn þínir öruggir?

ISR Matrix – Eru starfsmenn þínir öruggir?
Kynning
Fyrir 2 vikum

Ingvasynir: Flytja hvað sem er hvert á land sem er

Ingvasynir: Flytja hvað sem er hvert á land sem er
Kynning
Fyrir 2 vikum

Verslunin Móðurást: Býður upp á allt fyrir ungbarnið

Verslunin Móðurást: Býður upp á allt fyrir ungbarnið