fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Lífsstíll

Almar bakari: Salatbarinn hefur slegið í gegn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 16:00

Í Sunnumörk í Hveragerði er staðsett eitt besta bakarí á landinu og þótt víðar væri leitað. Almar bakari var opnað í apríl 2009 og hefur síðan þá verið bakað þar dýrindis brauð og ljúffengt bakkelsi ofan í þakkláta gesti. Húsnæðið er bjart og notalegt og er pláss fyrir 70–80 manns í sæti. Allt aðgengi fyrir hjólastóla og barnavagna er til fyrirmyndar og er alla jafna brjálað að gera á sumrin, enda alltaf eitthvað nýtt og spennandi á boðstólum.

Ljúffeng og heilsusamleg salöt í hádeginu

„Við tókum salatbarinn í notkun í lok vetrar og hann hefur slegið rækilega í gegn,“ segir Ólöf Ingibergsdóttir, eiginkona Almars bakara, en hún er alltaf kölluð Lóa. Salötin eru allt í senn fjölbreytt, heilsusamleg og ljúffeng. „Þú getur valið um sex tegundir af tilbúnum salötum eða valið í þitt eigið salat sem starfsfólkið setur saman fyrir framan þig. Hverju salati fylgja síðan súrdeigsbrauðbollur,“ segir Lóa.

Eigendurnir, Almar Þór Þorgeirsson (t.h.) og Örvar Arason

 

Salatið er afar vinsæll kostur sem hádegisverður hjá vinnandi fólki á svæðinu, en íþróttafólk, til dæmis þeir sem stunda crossfit, sækja mikið í þennan salatbar og fá þar vænan skammt af próteini og trefjum.

Salatið er vel útilátið og kostar 1.890 krónur sem er hagstætt verð fyrir góðan hádegisverð. Lóa minnir á að þó að flestir fái sér salat í hádeginu sé salatbarinn opinn allan daginn. „Það er hægt að koma hingað fyrir klukkan sex og taka með sé salat heim í kvöldmatinn,“ segir hún.

Einnig eru tvær tegundir af súpu með súrdeigsbrauði í boði alla virka daga og kosta 1.090 krónur.

Hollt brauð og mikil fjölbreytni

„Við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á hollt brauð, þar á meðal súrdeigsbrauð. Af því að súrdeigsbrauðin fá svo langan tíma til að gerjast þá þarf ekki að bæta við þau neinum óhollum aukaefnum,“ segir Lóa.

Eldbökuð flatbrauð eru annað einkennismerki Almars bakara en þessi ljúffengu flatbrauð njóta mikilla vinsælda. Þau eru sviðin svo maður verður svartur á fingurgómunum við að borða þau.

Gífurlegt úrval af samlokum er ávallt að finna í afgreiðsluborðinu og Almar bakari býður auk þess upp á eitt mesta úrval landsins af kökum og sætabrauði.

Opið er alla virka daga frá 7–18 og um helgar er opið frá 8–18.

Almar bakari – Bakarí og kaffihús er staðsett að Sunnumörk 2, í Hveragerði, rétt hjá Bónus og Arion banka. Hægt er að hafa samband í síma 483-1919.

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Almars bakara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Sögufélag gefur út fimm vegleg sagnfræðirit: Fjölbreytt lesefni fyrir fróðleiksfúsa

Sögufélag gefur út fimm vegleg sagnfræðirit: Fjölbreytt lesefni fyrir fróðleiksfúsa
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Sumac: Notaleg og suðræn stemning á aðventunni

Sumac: Notaleg og suðræn stemning á aðventunni
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Tónskóli Sigursveins: Glæsileg tónleikadagskrá

Tónskóli Sigursveins: Glæsileg tónleikadagskrá
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Ungbarnasund og „old boys“ líkamsrækt

Ungbarnasund og „old boys“ líkamsrækt
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Globber-hlaupahjólin eru jólagjöfin í ár – Fengu gullverðlaun í Þýskalandi

Globber-hlaupahjólin eru jólagjöfin í ár – Fengu gullverðlaun í Þýskalandi
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Taflfélag Reykjavíkur: Holl æfing fyrir hugann

Taflfélag Reykjavíkur: Holl æfing fyrir hugann
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

BRIMBORG MEÐ ÞRJÁ BÍLA TILNEFNDA TIL BÍLS ÁRSINS 2019

BRIMBORG MEÐ ÞRJÁ BÍLA TILNEFNDA TIL BÍLS ÁRSINS 2019
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Jólabók í skóinn

Jólabók í skóinn