fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Kaffihúsið Gilbakki á Hellissandi: Staðurinn til að tékka á á leið um Snæfellsnes

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. júlí 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hefur gengið alveg rosalega vel, samt höfum við ekkert auglýst og ekki einu sinn merkt húsið. En þetta er í alfaraleið og þetta flotta hús selur sig sjálft,“ segir Anna Þóra Böðvarsdóttir, eigandi kaffihússins Gilbakka á Hellissandi, sem opnað var þann 7. júní síðastliðinn.

Opið er á Gilbakka alla daga vikunnar frá 9 til 18 og Anna stendur þar vaktina ásamt tveimur stúlkum, þeim Selmu Marín Hjartardóttur og Anítu Sif Pálsdóttur. Hafa þær stöllur ekki undan því að Gilbakki hefur slegið í gegn, jafnt hjá heimamönnum sem ferðamönnum sem eiga leið um svæðið. „Gilbakki er klárlega staðurinn sem þarf að tékka á ef fólk á leið um Snæfellsnes,“ segir Anna.

Þó að Gilbakki sé splunkunýtt kaffihús hvílir það samt á gömlum grunni því Anna rak um árabil kaffihúsið Gamla Rif. Þaðan kemur rómuð fiskisúpa Önnu, sem má nánast segja að sé heimsfræg, og er súpan í boði allan daginn á Gilbakka. Þar er líka frábært úrval af kökum og brauðréttum og er það allt búið til á staðnum. Það lífgar upp á stemninguna á kaffihúsinu að hægt er að fylgjast með þeim stöllum búa til réttina í opnu eldhúsinu.

Enn fremur er boðið upp á fjölbreytta kaffidrykki og staðurinn er með vínveitingaleyfi þannig að hægt er að fá sér bjór og léttvín.

Gilbakki er til húsa að Höskuldarbraut á Hellissandi, í afar fallegu húsi þar sem gaman er að sitja með heimilislegum anda sem augljóslega höfðar vel til bæði heimamanna og ferðafólks sem á leið um svæðið og á notalega stund á þessu nýja kaffihúsi.

Sjá nánar á Facebook-síðunni Gilbakki Kaffihús. Símanúmer er 436 1001.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum