Lífsstíll

LG OLED: Fullkomnir litir á fullkomnum svörtum

Kynning
Kynningardeild DV
Sunnudaginn 8. júlí 2018 17:00

65“ OLED B7 sjónvarpstækið frá LG er loksins komið aftur og er nú á HM-tilboði í Raflandi á aðeins 329.990 krónur (fullt verð 439.990).

LG OLED sjónvarpanna ættu flestir tækniunnendur að þekkja en önnur sjónvarpstækni stenst engan samanburð. LG OLED færir þér allra bestu mögulegu sjónvarpsupplifunina og styður allar HDR-gerðir sem eru í boði með 4K upplausn. OLED skapar einstaka myndskerpu milli ljóss og myrkurs með óviðjafnanlegum svörtum lit sem eykur dýpt lita í myndinni. Í OLED sjónvarpi stýrir hver einasti pixill sínu eigin ljósi.

 

B7 OLED sjónvarpið hefur örþunnan skjá sem skilar ótrúlegri mynd með tærum litum og fullkomnum svörtum sem gefa nýja dýpt og meiri litabreidd en áður þekktist. OLED er eina skjátæknin á markaðnum í dag sem býður þessi ótrúlegu myndgæði þar sem myndin verður svo ljóslifandi að þú gleymir því að myndin er á sjónvarpsskjá en ekki raunveruleg. B7 hefur innbyggðan stuðning við Dolby Vision sem og HDR10 og HLG ásamt því að geta hækkað gæðin í öðru myndefni upp í nánast HDR gæði. Litir sem mæta fullkomnum svörtum í LG OLED verða enn bjartari en áður því einstök OLED skjátæknin stýrir birtustigi og lit af nákvæmni með því að styðja við hvern einstakan undirpixil. Það þýðir að þú getur séð yfir 1 milljarð litatóna.

B7 hefur einnig Dolby Atmos þrívíddarhljóðkerfi sem hámarkar sjónvarpsupplifunina ásamt einstaklega þægilegu webOS 3.5 sniðmáti og Magic Remote fjarstýringu sem gerir þér kleift að streyma beint af efnisveitum, gefur einfaldan aðgang að forritum auk vafra og auðveldar samstillingu við leikjatölvur. Þannig verður allt viðmót notendavænna og tryggir hnökralausa upplifun í samskiptum við önnur tæki á heimilinu.

B7 sjónvarpið er auk þess glæsilega hannað eins og LG er einum lagið, með afar stílhreinum þunnum ramma og innbyggðum hágæða Dolby Atmos hátölurum sem gefa mikinn hljóm en eru samt sem áður faldir í rammanum. Í OLED sjónvarpinu eru allir litirnir jafnir, sama frá hvaða sjónarhorni er horft, þannig getur sjónvarpsstofan verið full af fólki en allir njóta myndarinnar, nú eða HM leiksins, jafnt.

Þú getur skoðað 65“ B7 OLED sjónvarpstækið frá LG í Raflandi, Síðumúla 2 eða í vefverslun Raflands, rafland.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Kænan: Gróinn alþýðustaður í nýjum búningi

Kænan: Gróinn alþýðustaður í nýjum búningi
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Langaholt: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur

Langaholt: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Hraun veitingahús: Fjölbreytni fyrir ferðamenn og fjölskyldur

Hraun veitingahús: Fjölbreytni fyrir ferðamenn og fjölskyldur
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Djúpavogshreppur: Þar sem lögð er áhersla á að rækta samfélagið og hæglætishreyfingin er höfð í heiðri

Djúpavogshreppur: Þar sem lögð er áhersla á að rækta samfélagið og hæglætishreyfingin er höfð í heiðri
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Bragginn – Flottur staður í Nauthólsvík

Bragginn – Flottur staður í Nauthólsvík