fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Kynning

Volcano Trail Run: Þórsmerkurævintýri hlauparans

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varla er til fegurri staður á landinu en Þórsmörk og því er utanvega- og fjallahlaupið Volcano Trail Run, sem fram fer í Þórsmörk, stórkostleg upplifun fyrir þá sem njóta þess að hlaupa úti í náttúrunni. Hlaupið fer fram laugardaginn 15. september og er ræst kl. 13 í skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið endar á sama stað.

Hlaupið er 12 km langt og er hlaupaleiðin eftirfarandi: Hlaupinn er svokallaður Tindfjallahringur. Hlaupið hefst við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk og er hlaupið inn Húsadalinn áleiðis upp Laugaveginn. Þegar komið er upp úr Húsadal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slippugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slippugilið. Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda. Þaðan er hlaupið eftir Krossáraurum að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal.

Allir þátttakendur fá þátttökupening að hlaupi loknu og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki.

Brautarverðir verða á völdum stöðum á leiðinni. Stígur er greinilegur mestan hluta leiðarinnar og með stikum. Engar drykkjastöðvar verða en vatn rennur í lækjum hér og þar meðfram leiðinni þar sem hægt er að fylla á brúsa.

Rútuferðir frá BSÍ

Rútur frá Reykjavík Excursions fara til og frá BSÍ á hlaupadag og daginn eftir fyrir þá sem vilja gista í Þórsmörk. Rúturnar stöðva á eftirtöldum stöðum og tímum:

  • Frá BSÍ kl. 08:00
  • Seljalandsfoss kl: 10:40
  • Krossá kl. 11:50
  • Rúta frá Húsadal kl. 17:00

 

Skemmtilegustu downhill-brekkurnar í hlaupakeppni hérlendis, segja sumir.

Nánari upplýsingar á volcanohuts.com/vtr  og hlaup.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

250 litir: Gott orðspor er gulli betra

250 litir: Gott orðspor er gulli betra
Kynning
Fyrir 3 dögum

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna
Kynning
Fyrir 4 dögum

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna
Kynning
Fyrir 6 dögum

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“
Kynning
Fyrir 1 viku

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu
Kynning
Fyrir 1 viku

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn