Mánudagur 17.desember 2018
Lífsstíll

Lindarbrekkubúið selur alikálfakjöt beint frá býli: „Maður þarf að skapa sjálfur sín eigin tækifæri“

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. júlí 2018 17:00

Fyrir fjórum árum höfðu hjónin Guðbjörg Guðlaugsdóttir og Hilmar Þór Sunnuson hug á að kaupa sumarbústað í Borgarfirði til að eiga afdrep í sveitasælu. Hugmyndin vatt hins vegar upp á sig og þau keyptu jörð á sunnanverðu Snæfellsnesi sem verið hafði í eyði í 30 ár. Á Lindarbrekkubúinu reka þau nú blandað bú og selja allar sínar afurðir beint frá býli.

„Við erum aðallega í kálfakjötsframleiðslu, kaupum ca. vikugamla kálfa sem við ölum í 9–12 mánuði og seljum síðan kjötið beint frá býli,“ segir Guðbjörg. „Við erum einnig með kindur, landnámshænur og höfum prófað að hafa grísi á sumrin.“

Bæði þekkja þau ágætlega til þess að búa í sveit, Hilmar er alinn upp í sveit og Guðbjörg hafði verið í sveit sem barn. Guðbjörg vann við bókhald í Reykjavík og Hilmar sem vélvirki á Grundartanga þegar fjölskyldan ákvað að flytja og því hefur starfsvettvangurinn breyst talsvert þó reynslan nýtist líka vel í sveitinni. Þar eru  dagarnir oft langir, nóg að gera á bænum og fjölmargar hugmyndir sem hugur stendur til að koma í framkvæmd.

Hjónin fluttu með þrjú af fjórum börnum sínum í sveitina, elsta var komið í framhaldsskóla og býr hjá afa og ömmu í Reykjavík. „Börnin fóru úr 500 barna skóla í 18 barna skóla. Við erum kát og glöð með breytinguna, þetta er ævintýri og lífsfylling. Og okkur hefur verið vel tekið alls staðar, bæði okkur og afurðunum okkar.

Við byrjuðum hér upp á nýtt og erum að byggja upp og breyta. Við erum bara að þróast í rólegheitunum og finna út hvar við viljum vera, stækka og hvar aðaláherslurnar eigi að vera,“ segir Guðbjörg. „Hugmyndirnar eru fleiri en tíminn til að framkvæma þær, það er svo margt spennandi hægt að gera.“

Kálfakjötið hreint kjöt og keyrt heim beint frá býli
„Okkar kjöt er af 9–12 mánaða kálfum, það er farið að taka á sig lit, en er ljósara og fíngerðara en nautakjöt, það er meyrt og mjúkt og hefur fengið að hanga vel,“ segir Guðbjörg. „Það er alveg hreint. Það eru engin lyf, vatn eða önnur íblöndunarefni. Það er bragðgott, auðmeltanlegt og létt í maga.

Allar afurðir okkar eru seldar beint frá býli. Kostir þess eru rekjanleiki, milliliðalaus viðskipti, persónuleg tengsl neytenda og framleiðanda, áhersla á góða umhirðu og aðbúnað dýra á bænum, kjötið er unnið af kjötiðnaðarmönnum með mikla reynslu, sveigjanleiki er í viðskiptum þar sem tillit er tekið til þarfa kaupandans, 100% hreint kjöt og heimsending. Við reynum að afgreiða allar okkar pantanir eins fljótt og auðið er, keyrum heim á höfuðborgarsvæðinu og á  Vesturlandi eða sendum með landflutningum út á land oftast innan viku frá pöntun, mesta salan er á sumrin og þá er líka auðveldast að keyra út. Sveitalífið er fjölbreytt, endalaust púl, hörkuvinna, og ofboðslega skemmtilegt.“

Hjónin eru með fleiri hugmyndir í vinnslu. „Við erum komin með framleiðsluleyfi fyrir sultum, marmelaði, pestó og fleira og höfum verið að prófa okkur áfram í brjóstsykurgerð. Síðan hef ég líka verið að vinna með handlitað band sem er ótrúlega skemmtileg viðbót.

Við erum nokkrar konur í sveitinni sem stöndum að Búsæld, sem er eins konar „farmers market“, sem rekin er í félagsheimilinu á Breiðabliki á sunnanverðu Snæfellsnesi í samstarfi við upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem er opin alla daga. Í Búsæld er bæði hægt að fá handverk og matvæli úr héraði og þar er hægt að kaupa allar okkar vörur – sem og á heimasíðunni okkar, www.lindarbrekka.is.

Finna má allar upplýsingar um Lindarbrekkubúið og vörur þess á heimasíðunni lindarbrekka.is og Facebook: Lindarbrekkubúið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Í gær

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!
Lífsstíll
Í gær

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Snarlúkkar þessi kerra!

Snarlúkkar þessi kerra!
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Hans og Gréta: Ævintýraleg vefverslun fyrir alla aldurshópa

Hans og Gréta: Ævintýraleg vefverslun fyrir alla aldurshópa
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Gefðu fallega handgerða muni í jólagjöf frá Netgjöfum

Gefðu fallega handgerða muni í jólagjöf frá Netgjöfum
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Þú færð skötuna hjá Sætoppi: Stór og flott gráskata – nóg af saltfiski líka

Þú færð skötuna hjá Sætoppi: Stór og flott gráskata – nóg af saltfiski líka
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

LG OLED er rétta sjónvarpið fyrir þig

LG OLED er rétta sjónvarpið fyrir þig