Mánudagur 17.desember 2018
Lífsstíll

Langaholt: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 29. júlí 2018 08:00

Langaholt er fjölskyldufyrirtæki í landi Ytri Garða á sunnanverðu Snæfellsnesi og húsráðendur eru Rúna Björg og Keli Vert. Áhersla er lögð á heimilislegan anda á Langaholti og þar er notalegt að gista og snæða.

Fjörutíu herbergi eru í Langaholti og svefnpláss fyrir yfir 80 manns. Að sögn Kela er mikill meirihluti gesta erlendir ferðamenn. „Þetta er þannig staður að við erum í erlendu túristunum og þeir eru hryggjarstykkið í öllu hér. En það er bæði áhugavert og í raun skylda fyrir Íslendinga að ferðast um Snæfellsnesið og kynnast því. Ef þú ert að koma hingað úr höfuðborginni þá geturðu gert margt og mikið á einum degi og komið heim aftur að kvöldi. Slíkt ferðalag getur gert þann dag stóran og upplífgandi og svo er ekki úr vegi að fá sér að borða í leiðinni.“

Langaholt liggur töluvert sunnar en hin þekktu sjávarþorp sem eru á Snæfellsnesi, Ólafsvík, Hellissandur og Stykkishólmur, og tekur hámark tvær klukkustundir að aka þangað frá höfuðborgarsvæðinu.

Gera gott úr því sem í grenndinni er

Veitingastaðurinn að Langaholti er öllum opinn, jafnt þeim sem gista og þeim sem eiga leið um svæðið. Er hann opinn frá morgni til kvölds. Morgunverður er framreiddur frá kl. 7 til 10 og segir Keli að auk hótelgestanna séu margir af tjaldsvæðinu í grenndinni sem nýti sér það.

„Frá hádegi og fram eftir degi er þetta síðan heldur einfaldari matseðill sem er í gangi, það er súpa og á þessum tíma selst líka mikið af plokkfiski. Frá klukkan sex til níu á kvöldin er síðan stór matseðill í gildi,“ segir Keli.

En hvað einkennir matseldina á Langaholti?

„Staðbundið er lykilorð hér. Og svo er þetta fyrst og fremst fiskiveitingastaður. Hér bjóðum við upp á það sem kemur úr hafinu á Snæfellsnesi. Við kaupum sjávarfang ferskt af fiskmörkuðum, bláskelin kemur úr Breiðafirði frá manni sem ræktar hana þar, og hér er ekkert af fiski sett í frost, allt hráefni er ferskt.

Þetta er líka mikið fullvinnslueldhús, við marínerum allt meira og minna sjálf, gerum allar sultur og kæfu sjálf, allan bakstur önnumst við. Og við tökum skepnuna með hausi og hala og nýtum allt sem við mögulega getum af henni. Hér gildir að gera sér að góðu það sem í grenndinni er og gera gott úr því.“

Ljóst er að Langaholt er kjörinn áningarstaður fyrir þá sem eiga leið um Snæfellsnes, hvort sem er til að njóta náttúrunnar þar í kring, snæða mat úr héraði á góðum veitingastað eða gista við notalegar og heimilislegar aðstæður.

„Á svona stórum gististað eru alltaf einhver pláss laus,“ segir Keli. Langaholt er á öllum helstu bókunarsíðum en það er líka hægt að hringja í síma 435 6789, kanna hvað er laust og bóka herbergi.

Sjá nánar á vefsíðunni langaholt.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Í gær

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!
Lífsstíll
Í gær

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Snarlúkkar þessi kerra!

Snarlúkkar þessi kerra!
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Hans og Gréta: Ævintýraleg vefverslun fyrir alla aldurshópa

Hans og Gréta: Ævintýraleg vefverslun fyrir alla aldurshópa
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Gefðu fallega handgerða muni í jólagjöf frá Netgjöfum

Gefðu fallega handgerða muni í jólagjöf frá Netgjöfum
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Þú færð skötuna hjá Sætoppi: Stór og flott gráskata – nóg af saltfiski líka

Þú færð skötuna hjá Sætoppi: Stór og flott gráskata – nóg af saltfiski líka
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

LG OLED er rétta sjónvarpið fyrir þig

LG OLED er rétta sjónvarpið fyrir þig