fbpx
Lífsstíll

Hraun veitingahús: Fjölbreytni fyrir ferðamenn og fjölskyldur

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 29. júlí 2018 14:00

Hraun veitingahús í Ólafsvík er stærsti veitingastaðurinn í Snæfellsbæ og var um tíma eini veitingastaðurinn á svæðinu. Jón Kristinn Ásmundsson matreiðslumaður stofnaði staðinn árið 2014. Hraun var hugsað sem fjölskylduveitingastaður og er það enn í dag en þjónar um leið gífurlegum fjölda erlendra ferðamanna.

„Meginlína í matreiðslunni er fjölbreytnin en við erum með 78 rétti. Menn hrista hausinn þegar við segjum frá því. Önnur meginlína er sú að við kaupum hráefni eins nálægt okkur og hægt er. Erum til dæmis með mikið af fiski úr Breiðafirðinum – þorsk, bleikju, bláskel og hörpuskel. Nautakjötið í hamborgarana okkar kaupum við síðan frá Mýranauti sem er á Mýrunum,“ segir Jón.

Hraun býður líka upp á lambasteik og lambakjöt í kjötsúpu. Jón segir að útlendingarnir panti meira af fiski en Íslendingar sem sækja staðinn en gott úrval af pitsum fellur gjarnan í kramið hjá fjölskyldum.

„Við erum mjög stór veitingastaður og erum að taka á móti mest um 500-600 gestum á stærstu dögunum,“ segir Jón. Hraun tekur 90 manns í sæti innandyra og 40 á útisvæði sem er vinsælt þegar vel viðrar.

Yfir sumartímann er opið frá 11:30 til 21:00 alla daga vikunnar en einnig er opið á veturna. „Við ákváðum frá byrjun að hafa opið allt árið en þá var engin traffík um svæðið á veturna. Það hefur breyst með stórauknum ferðamannastraumi. Á veturna bjóðum við jafnframt upp á dæmigerðan íslenskan heimilismat í hádeginu sem vinnandi íbúar á svæðinu nýta sér óspart,“ segir Jón. Hann segir jafnframt að Hraun finni fyrir því að ferðamannatímabilið hafi lengst upp í allt að hálfu ári, sem hafi mjög góð áhrif á aðsóknina á staðinn.

Jón flutti til Ólafsvíkur fyrir átta árum og unir sér afar vel. „Ég ætla aldrei að flytja héðan. Það er líka svo óskaplega gaman í vinnunni og ég hlakka til að mæta í hana á hverjum morgni,“ segir hann.

Hraun veitingahús er staðsett Grundarbraut 2 í Ólafsvík. Símanúmer er 431 1030. Sjá nánar á Facebook-síðunni Hraun veitingahús.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Lýsing & Hönnun er með lausnir fyrir alla

Lýsing & Hönnun er með lausnir fyrir alla
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Zolo & Co. – Vörur sem hreinsa loftið og fegra umhverfið

Zolo & Co. – Vörur sem hreinsa loftið og fegra umhverfið
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði

Klæðakot: Einfaldleiki og gæði á góðu verði
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Húðin Skin Clinic: Heilbrigðari húð og aukin vellíðan í jólagjöf

Húðin Skin Clinic: Heilbrigðari húð og aukin vellíðan í jólagjöf
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Inga Rós er með bás í Barnaloppunni: „Allir græða“

Inga Rós er með bás í Barnaloppunni: „Allir græða“
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Myndun á Sauðárkróki: Ástsælar strigamyndir og prentun á blindraletri

Myndun á Sauðárkróki: Ástsælar strigamyndir og prentun á blindraletri