fbpx
Lífsstíll

Hótel Laugarbakki og veitingastaðurinn Bakki: Miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. júlí 2018 08:00

„Þetta var umfangsmikið, við vorum með stóran hóp iðnaðarmanna úr héraðinu og það var unnið stanslaust allan veturinn frá morgni til kvölds til að geta opnað í maí. En þetta gekk, við opnuðum ekki allt húsið þarna um vorið heldur aðalbygginguna, en um mitt sumar 2016 opnuðum við neðri hæðina í gamla skólahúsinu og í apríl 2017 kláruðum við að taka öll húsin í notkun,“ segir Hildur Ýr Arnarsdóttir, hótelstjóri að Hótel Laugarbakka. Hún og eiginmaður hennar fóru fyrir kaupum á gamla héraðsskólanum að Laugarbakka í Miðfirði og opnuðu þar hótel fyrir réttum tveimur árum, eða í maí 2016.

Hótel Laugarbakki er þriggja stjörnu hótel með 56 herbergi sem öll eru með baði, sjónvarpi, hárþurrku, baðvörum, sloppum og mörgu fleiru. Nokkur herbergi eru fyrir þrjá eða fleiri en sífellt fleiri nýta sér þann kost. Þessi stærri herbergi henta vel fyrir fjölskyldur en líka vini sem vilja spara sér gistikostnað, til dæmis tvö vinapör.

Hótel Laugarbakki er afskaplega vel staðsett í náttúrufegurð Miðfjarðar með Hvítserk, Kolugljúfur og Borgarvirki í kring. Þetta er nákvæmlega miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar og akstursvegalengdin er rétt um 200 kílómetrar frá hvorum stað. „Hér er mikil uppbygging og fólk er að uppgötva þetta svæði, Suðurlandið er að miklu leyti mettað en hingað er spennandi að koma því það er svo mikið líf hérna í Húnaþingi,“ segir Hildur.

Meirihluti gesta á Hótel Laugarbakka yfir sumartímann er erlendir ferðamenn en Íslendingar gista meira á öðrum tímum, til dæmis um helgar, á haustin og veturna. „Við erum með tilboðspakka á haustin sem henta til dæmis vel hjónum og pörum, þar fléttast inn sú dagskrá sem við erum með hér hverju sinni. Til dæmis erum við með villibráðarhlaðborð í lok október sem er afar vinsælt og jólahlaðborðin taka svo við lengra inn í haustið. Við fáum líka hingað listamenn úr Reykjavík, höfum til dæmis verið með Ellen og KK, og svo eru jólatónleikar í desember. Svo eru hér heitir pottar og útisturtur sem gera þetta að huggulegri gistingu fyrir hjón og pör.“

Veitingastaðurinn Bakki

Afbragðsgóður veitingastaður er rekinn að Hótel Laugarbakka og er hann ekki síður fyrir ferðalanga sem eiga leið um en gesti hótelsins. „Ég er hér með tvo frábæra kokka, hann Ingvar Óla yfirmatreiðslumann og svo hana Svövu Karen. Við erum mikið með mat út héraðinu, fáum allt okkar lambakjöt úr Húnaþingi, frá sláturhúsinu á Hvammstanga; á sumrin fáum við jarðarber úr gróðurhúsunum hér við hliðina; gæsakjötið er hér af svæðinu enda mikið fuglalíf hér; silungur og þorskur eru líka héðan,“ segir Hildur en mikið er lagt upp úr ferskleika hráefnisins sem unnið er úr á veitingastaðnum.

„Við leggjum líka mikið upp úr því að stilla verðlagi í hóf á veitingastaðnum,“ segir Hildur en segja má að verðlagið sé einn af þeim kostum Bakka sem gera hann að fjölskylduvænum veitingastað.

Frábær aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur

„Við erum með frábæra aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur sem fyrirtæki nýta sér mikið. Grettissalurinn okkar tekur 250 manns í sæti og við bjóðum upp á mjög fínan fundarbúnað. Síðan erum við líka með minni fundarherbergi, meðal annars Ásdísarstofu. Þetta hentar bæði fyrir stóra viðburði og litla fundi. Fyrirtæki sem eru með útibú bæði á Akureyri og Reykjavík hafa nýtt sér þetta mikið enda liggur staðurinn nákvæmlega miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur.“

Fundarsalirnir bera nöfn Grettis sterka Ásmundssonar og Ásdísar móður hans en Grettir er fæddur skammt frá Hótel Laugarbakka. Þau mæðgin eru ekki einu sögufrægu persónurnar á svæðinu því á Illugastöðum, þarna skammt frá, bjuggu þau Agnes Magnúsdóttir og Natan Ketilsson, aðalpersónur eins frægasta sakamáls Íslandssögunnar, sem gerð hafa verið góð skil í hinni frægu skáldsögu eftir Hannah Kent, Náðarstund. Erlent kvikmyndatökulið er væntanlegt á svæðið sumarið 2019 vegna kvikmyndunar á skáldsögunni.

Nánari upplýsingar og bókanir eru á vefsíðunni hotellaugarbakki.is

Sjá einnig Facebook-síðu veitingastaðarins Bakki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Náttúrufegurðin sem blasir við Borgarnesi

Náttúrufegurðin sem blasir við Borgarnesi
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Gjöf sem heldur áfram að gefa

Gjöf sem heldur áfram að gefa
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Myndun á Sauðárkróki: Ástsælar strigamyndir og prentun á blindraletri

Myndun á Sauðárkróki: Ástsælar strigamyndir og prentun á blindraletri
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Gjafabréf í vellíðan og dekur er jólagjöf sem gleður

Gjafabréf í vellíðan og dekur er jólagjöf sem gleður
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Þvottakompaníið: Þvottahús á uppleið

Þvottakompaníið, Vesturvör 22, Kópvogi

Þvottakompaníið: Þvottahús á uppleið
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hótel Laugarbakki: Ógleymanleg villibráðarhlaðborð og jólahlaðborð

Hótel Laugarbakki: Ógleymanleg villibráðarhlaðborð og jólahlaðborð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Út í bláinn – Perlunni: Brot af því besta í íslenskri og erlendri villibráð

Út í bláinn – Perlunni: Brot af því besta í íslenskri og erlendri villibráð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Ilmvörur.is: Ilmandi gjafavörur

Ilmvörur.is: Ilmandi gjafavörur
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Báran Restaurant: Eitt flottasta jólahlaðborðið á Norðausturlandi

Báran Restaurant: Eitt flottasta jólahlaðborðið á Norðausturlandi