fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Tungusilungur er fjölskyldufyrirtæki þar sem fjórir ættliðir starfa saman: Regnbogapaté og fleira lostæti

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir, Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tungusilungur er með minnstu fiskeldisfyrirtækjum landsins og um leið merkilegt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða sælkeravörur á borð við birkireyktan regnbogasilung, reykta og grafna bleikju, ferska bleikju, ferskan silung og fleira lostæti. Stór hluti ferskvörunnar fer í útflutning og á Fiskmarkaðinn en aðrar afurðir Tungusilungs fást í verslunum Samkaupa, Mosfellsbakaríi, Fjarðarkaupum, Melabúðinni og í Kolaportinu.

„Faðir minn, Magnús Guðmundsson, stofnaði Tungusilung árið 2002 og síðan hefur fyrirtækið stækkað hægt og rólega,“ segir Freyja Magnúsdóttir, en í þessu fjölskyldufyrirtæki er nú fjórði ættliðurinn kominn til starfa. „Við systurnar fimm komum snemma inn í reksturinn, síðan bættust synir mínir í hópinn og núna eru barnabarnabörn pabba farin að starfa hér í skólafríum á sumrin.“

Starfsemin skiptist í fiskeldi á landi við strendur Tálknafjarðar og fiskvinnslu í þorpinu. Þrír afkomendur Magnúsar starfa við vinnsluna og til viðbótar eru tveir sem vinna við fiskeldið. Í heildina eru níu starfsmenn í fyrirtækinu sem allir tengjast fjölskyldunni að einhverju leyti.

Afurðirnar frá Tungusilungi eru margrómaðar kræsingar og til viðbótar við það sem upp var talið eru þau með á boðstólum svokallað regnbogapaté, þ.e. paté úr reyktum regnbogasilungi. Freyja segist telja að ekki séu aðrir aðilar með sambærilega vöru á markaði.

Tungusilungur er til húsa við Strandgötu 39 á Tálknafirði og hægt er að kaupa vörurnar á staðnum eða panta. Fyrirspurnir má senda í gegnum Facebook-síðu Tungusilungs eða með tölvupósti á tungusilungur@simnet.is. Einnig er hægt að hringja í síma 456-2664 og 863-0977. Skemmtilegast er þó að gera sér ferð um héraðið, kaupa á staðnum, spjalla við starfsfólkið og skoða starfsemina í leiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum