Lífsstíll

Fish House – Ljósbrot sumarsins

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 27. júlí 2018 08:00

Á Fish House í Grindavík er ljóst að fiskurinn og nálægðin við höfnina ræður ríkjum. Fiskur er í fyrirrúmi á matseðlinum, þó að þar sé fjölbreytt úrval annarra rétta. Innréttingar, þar á meðal fiskitunnur undir barborðinu, vísa til sjómennskunnar.

Hjónin Kári Guðmundsson og Alma Guðmundsdóttir opnuðu Fish House fyrir tveimur árum síðan um sjómannahelgina, en það hafði lengi verið draumur þeirra að opna eigin stað.

Matseðillinn er fjölbreyttur, en mismunandi seðlar eru í boði í hádeginu og á kvöldin. „Við erum nýbyrjuð með sérstakan hádegismatseðil,“ segir Kári og meðal rétta þar eru fiskisúpa, kjötsúpa, fiskur dagsins, fiskibollur, heilgrilluð bleikja, svínasnitsel og hamborgarar.

Humar, kótilettur, nautasteik, salöt og eftirréttir; allir ættu að finna mat við sitt hæfi, hvort sem borðað er í hádegi eða um kvöld.

Ný og glæsileg heimasíða

Á heimasíðunni fishhouse.is má sjá allar upplýsingar um staðinn og matseðilinn sem boðið er upp á, fróðleiksmola um Grindavík og upplýsingar um náttúruperlurnar á Reykjanesi, sem er bara rétt fyrir utan Grindavík. Skemmtilegt er að skoða myndbönd á heimasíðunni af Brimkatli og Hópsnesi.

Það er tilvalið að gera sér ferð til Grindavíkur, skoða náttúrufegurðina sem Reykjanesið býður upp á, borða síðan á Fish House og njóta skemmtilegra viðburða.

Fish House bar og grill er að Hafnargötu 6 í Grindavík, síminn er 426-9999 og netfangið er info@fishhouse.is.
Heimasíða: fishhouse.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Kærkomið kaffihús í Hólmgarði

Kaffihús var opnað í Sigurjónsbakaríi í sumar

Kærkomið kaffihús í Hólmgarði
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Nýir símar í sérflokki – Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki

Nýir símar í sérflokki – Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Lindarfiskur – Ferskasti fiskurinn á landinu

Lindarfiskur – Ferskasti fiskurinn á landinu
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Flest sem lýtur að smíði og garðvinnu

Matti smiður

Flest sem lýtur að smíði og garðvinnu
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Langaholt: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur

Langaholt: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur
Lífsstíll
Fyrir 3 vikum

Krydd er í hjarta Hafnarfjarðar: Humarsalat, grís í kleinuhring og fleiri snilldarverk

Krydd er í hjarta Hafnarfjarðar: Humarsalat, grís í kleinuhring og fleiri snilldarverk