fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

A.Hansen: Gæðastundir í einu elsta húsi Hafnarfjarðar

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. júlí 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silbene Dias er frá Brasilíu en hefur búið á Íslandi í 14 ár. Hún hefur starfað ötullega í veitingageiranum hér og var meðal annars yfirkokkur á 1919 Restaurant Radison Blue auk þess að reka um tíma veitingastaðinn Brasilíu við Skólavörðustíg. Enn fremur var Silbene yfirkokkur á Silica Hotel hjá Bláa lóninu. Fyrir nokkrum mánuðum tók Silbene við rekstri veitingastaðarins A. Hansen í Hafnarfirði. Þar er hún að gera áhugaverðar breytingar auk þess að halda í það góða sem staðurinn hefur boðið upp á.

„Þetta er yfir 100 ára gamalt hús og mikilvægt að viðhalda upprunalegu útliti þess. En við höfum endurnýjað salernin og breytt barnum á efri hæðinni. Við höfum breytt barnum á efri hæðinni og almennt gert umhverfið huggulegra,“ segir Silbene.

 

Silbene Dias

Framúrskarandi hlaðborð á aðeins 1.700 krónur

A. Hansen er til húsa að Vesturgötu 4 í Hafnarfirði, í hjarta þessa fallega miðbæjar, og húsið fellur afar vel inn í umhverfið. Staðurinn er opnaður kl. 12 virka daga með hádegishlaðborði sem stendur til 14. Hlaðborðið er ríkulegt og fjölbreytt: „Við erum alltaf með fimm kjötrétti og einn fiskrétt. Bjóðum meðal annars upp á lambakótelettur, hrossafillet og nautkjöt. Síðan eru það kartöflur, grænmeti og pastaréttir,“ segir Silbene, en þetta girnilega hlaðborð er á afar vingjarnlegu verði, aðeins 1.700 kr.

Steikarkvöld sem ekki gleymast

Staðnum er síðan lokað kl. 14 á daginn og hann opnaður aftur kl. 18 og er opið til 22. Hann er jafnframt opinn um helgar á þeim tíma. Mikil fjölbreytni einkennir kvöldverðarseðilinn en segja má að steik sé gegnumgangandi þema. Ein helsta sérstaða staðarins er hinn magnaði kjötréttur Spethús Churrasco sem inniheldur sex tegundir af kjöti: lambafillet, hrossafillet, rifjasteik, kjúkling, svínakjöt og fína pylsu. Kjötið er grillað og kryddað með kryddi sem gefa því sérstaklega gott bragð.

Nautasteik, grillaður kjúklingur, hrossasteik, steiktur þorskur og svínarif eru einnig vinsælir réttir á kvöldseðlinum. Verðið er hagstætt á þessum krásum eins og nánar má sjá á matseðlinum á vefsíðunni ahansen.is.

Léttari réttir eru líka mjög áhugaverðir, til dæmis heimagerður Hansen-borgari, humarsamloka, grilluð nautasamloka og margt fleira.

Að sögn Silbene er gestahópurinn á A. Hansen fjölbreyttur en erlendir ferðamenn sækja staðinn í bland við Íslendinga. Silbene telur þó að heimafólk í Hafnarfirði sé í meirihluta.

Sjá nánar á vefsíðunni ahansen.is og Facebook-síðunni A.Hansen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum