Mánudagur 17.desember 2018
Lífsstíll

380 Restaurant: Splunkunýr og spennandi veitingastaður á Reykhólum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. júlí 2018 10:47

Hólabúðarborgarinn frægi

Veitingastaðurinn 380 Restaurant var opnaður í nýrri viðbyggingu við Hólabúð að Reykhólum þann 14. júní síðastliðinn. Eigendur eru hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson en þau reka einnig verslunina Hólabúð í sama húsnæði. Rekstur veitingastaðarins hefur farið vel af stað og er hann vinsæll bæði af heimamönnum og innlendum sem erlendum ferðamönnum.

„Við gerum mikið út á mat úr héraði og mun sú áhersla aukast mjög með haustinu þar sem stefnt er á ærkjöt og selkjöt (sem verður meira á vorin). Áherslan verður alltaf á úrvalshráefni og við vorum að taka inn nýveidda bleikju hér frá Reykhólum. Matseðillinn er dálítið breytilegur eftir því hvaða ferska hráefni við fáum hverju sinni,“ segir Reynir.

380 Restaurant dregur nafn sitt af póstnúmerinu í Reykhólahreppi. Staðurinn er opinn alla daga vikunnar út sumarið. „Það er opið í kaffi á morgnana um leið og verslunin er opnuð klukkan 10.00 en svo byrjar hádegishlaðborð klukkan 11.30 og stendur til klukkan 13.30. Hádegishlaðborðið er fjölbreytt og breytilegt en það er alltaf kjötréttur, fiskréttur, súpa, nýbakað brauð og salatbar.“

Staðurinn tekur að jafnaði 26 manns í sæti en hægt er að taka við allt að 50 manna hópum ef hringt er áður og bókað.

„Kvöldmatseðillinn er síðan í gildi frá 16.00 til 21.00.  Matseðillinn er fjölbreyttur en líklega er Hólabúðarhamborgarinn vinsælastur að öðrum réttum ólöstuðum. Hann hefur slegið rækilega í gegn á TripAdvisor. Það eru sósurnar sem gera hann svo sérstakan og eftirminnilegan en þetta er eitthvað sem þú færð ekki annars staðar,“ segir Reynir.

Að sögn Reynis er staðurinn vinsæll hjá fjölskyldufólki og krakkarnir sækja mikið í fisk og franskar –„fish and chips“. Síðan er hægt að taka með alla rétti sem eru á matseðli og eru margir sem nýta sér það, hringja og panta og sækja síðan.

Pöntunarsíminn er 434-7890 en nánari upplýsingar eru á Facebook-síðunni Hólabúð Reykhólahreppi. 380 Restaurant er spennandi staður sem ferðalangar á leið vestur um land ættu endilega að hafa í huga.

Þess má geta að 380 Restaurant hefur fengið frábæra dóma á TripAdvisor og að jafnaði fengið fimm stjörnur í einkunn. Bæði innlendir og erlendir viðskiptavinir lofa matinn og þjónustuna og margir hafa sérstakt orð á því hvað Hólabúðarborgarinn er frábær. Einn segir: „Besti borgari sem ég hef bragðað. Góður matur og virkilega huggulegur veitingastaður. – Annar segir: „Þessi staður er þess virði að stoppa á. Einn af þeim bestu.“ Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Í gær

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!
Lífsstíll
Í gær

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Snarlúkkar þessi kerra!

Snarlúkkar þessi kerra!
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Hans og Gréta: Ævintýraleg vefverslun fyrir alla aldurshópa

Hans og Gréta: Ævintýraleg vefverslun fyrir alla aldurshópa
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Gefðu fallega handgerða muni í jólagjöf frá Netgjöfum

Gefðu fallega handgerða muni í jólagjöf frá Netgjöfum
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Þú færð skötuna hjá Sætoppi: Stór og flott gráskata – nóg af saltfiski líka

Þú færð skötuna hjá Sætoppi: Stór og flott gráskata – nóg af saltfiski líka
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

LG OLED er rétta sjónvarpið fyrir þig

LG OLED er rétta sjónvarpið fyrir þig