fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Kynning

Bakkabúð á Djúpavogi: Einstök verslun við höfnina

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. júlí 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir ferðamenn gera ráð fyrir því að það sem þeir sjá í einni minjagripabúð sjái þeir líka í þeirri næstu – og oftar en ekki er það raunin. En Bakkabúð á Djúpavogi er skemmtileg og einstök undantekning frá þessari reglu: Hinir fallegu og fjölbreyttu munir sem þar eru til sölu sérð þú hvergi annars staðar.

Uppistaðan í vöruúrvalinu eru gripir sem eigendurnir framleiða sjálfir. „Við rekum líka fyrirtækið Krækiber en þar framleiðum við ýmsa gripi í samvinnu við enskt vinafólk okkar sem er mikið í ljósmyndun. Þar hönnum við og framleiðum meðal annars silkislæður, bolla, viskastykki, fatnað og fleira,“ segir Guðmunda Bára Emilsdóttir, en hún keypti verslunina ásamt fjölskyldu sinni árið 2016. Verslunin var hins vegar stofnuð árið 2010 af Sigrúnu Svavarsdóttur.

„Fyrir utan okkar eigin framleiðslu erum við með handverk frá heimamönnum og keramik frá þeim Bjarna Sigurðssyni og Þórdísi Sigfúsdóttur,“ segir Guðmunda, en í allri fjölbreytninni sem einkennir Bakkabúð ber líklega mest á öllu því fuglaúrvali sem gerðir eru úr tré.

„Það er gífurlega mikið fuglalíf í kringum Djúpavog og það endurspeglast í þessu úrvali okkar af íslenskum fuglum. En eitt að aðdráttaröflum Djúpavogs er að koma og skoða vítt úrval fuglanna,“ segir Guðmunda.

Eitt tilbrigði í viðbót við úrvalið í Bakkabúð eru erlendir antikmunir. „Vinafólk okkar sem og við fjölskyldan förum á erlenda antikmarkaði nokkrum sinnum á ári og handveljum þá gripi fyrir verslunina. Þessir munir vekja ekki hvað síst hrifningu hjá erlendum ferðamönnum. Við höfum einnig tekið eftir auknum áhuga Djúpavogsbúa á antik. Það kom mér líka skemmtilega á óvart að karlmenn hafa oft meiri áhuga á antikinu sem mér finnst frábært því núna labba allir ánægðir út,“ segir Guðmunda.

Það hefur færst mikið í aukana að erlendir ferðamenn hafi   gegnum samskiptamiðla og falist eftir að kaupa vörur sem þeir skoðuðu í búðinni á ferð sinni um landið. Vegna þessa aukna áhuga er nú unnið að því að setja upp netverslun sem stefnt er að að fari í loftið núna um mánaðamótin.

Bakkabúð er til húsa við Bakka 2 á Djúpavogi. Hún er opin virka daga frá kl. 10 til 18. Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðunni Bakkabúð  og www.bakkabud.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

250 litir: Gott orðspor er gulli betra

250 litir: Gott orðspor er gulli betra
Kynning
Fyrir 3 dögum

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna
Kynning
Fyrir 4 dögum

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna
Kynning
Fyrir 6 dögum

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“
Kynning
Fyrir 1 viku

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu
Kynning
Fyrir 1 viku

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn