Mánudagur 17.desember 2018
Lífsstíll

Landnámssetrið: Frábær áningarstaður fyrir fjölskyldur í sumar

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. júlí 2018 14:00

Landnámssetrið í Borgarnesi er fjölbreytt menningarsetur og afþreyingarmiðstöð sem hentar ekki síst fjölskyldum sem vilja eiga saman skemmtilega stund enda státar Landnámssetrið af frábærum veitingastað þar sem boðið er upp á hollan mat úr úrvals hráefni. Hljóðleiðsagnirnar um sögusýningarnar í setrinu, Landnámssýninguna og Egilssögusýninguna, eru fáanlegar á 15 tungumálum en auk þess er sérstök barnaleiðsögn á íslensku. Enginn aðgangseyrir er að sýningunum fyrir börn undir 14 ára sem eru í fylgd með fullorðnum.

„Krakkar hafa afskaplega gaman af sýningunum og barnaleiðsögnin höfðar til krakka allt niður í 5 ára ef þau hafa gaman af sögum. Það hefur verið gaman að fylgjast með öllum fjölskyldunum sem hafa komið hingað þar sem foreldrar og afar og ömmur njóta þess að fara með börnin á sýningarnar,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámssetursins.

Að sögn Sigríðar eru erlendir ferðamenn í meirihluta á meðal gesta Landnámssetursins en staðurinn höfðar þó ekkert síður til Íslendinga. Veitingastaðurinn er fjölskylduvænn og notalegur og er opinn alla daga frá kl. 10 til 21. „Við erum með hollustuhlaðborðið okkar alla daga frá 11:30-15:00. Vinsældir þess eru alltaf að aukast enda er það á hagstæðu verði,“ segir Sigríður. Á hlaðborðinu eru fjölbreyttir grænmetisréttir, salöt, heit súpa og ilmandi nýbakað brauð.

Draugaleg sýning sem krakkar eru spenntir fyrir

Sögusýningarnar tvær veita einstaka innsýn í fortíð þjóðarinnar á afar lifandi hátt með áhrifamiklum myndverkum. Á Egilssögusýningunni eru gestir leiddir í gegnum nokkurs konar völundarhús inn í ævintýraheim sögunnar. Andrúmsloftið er lævi blandið og sýningarrýmið er myrkt, dulúðugt og draugalegt, sem er sennilega ein af ástæðunum fyrir því hvað krakkar hafa gaman af sýningunni.

Landnámssýningin byggir á þeim einstöku heimildum um upphaf Íslandsbyggðar sem er að finna í Íslendingabók og Landnámu. Bækurnar voru skrifaðar á 12. öld, sennilega báðar af Ara fróða. Það eru ekki margar þjóðir sem eiga svo nákvæmar skrifaðar heimildir um uppruna sinn aðeins um 200 árum eftir að atburðirnir áttu sér stað. Efni sýningarinnar byggir á þessum heimildum en engin ábyrgð er tekin á sannleiksgildi þeirra. Með lýsingu og lifandi myndum er leitast við að skapa spennandi andrúmsloft, auk þess sem þar er að finna fágætt líkan af Íslandsfari eftir Gunnar Marel Eggertsson.

Leiksýningar og uppákomur með rithöfundum sem sent hafa frá sér vinsælar sögulegar skáldsögur eiga sér stað á Söguloftinu í Landnámssetrinu en sú dagskrá lifnar við á haustin og er þá auglýst sérstaklega.

Fallegar gjafavörur

Í Landnámssetrinu er rekin verslun með fallegri og vandaðri gjafavöru. „Þessar vörur eru ekkert endilega fyrir útlendinga heldur henta þær prýðilega sem gjafir handa Íslendingum líka. Við leggjum áherslu á íslenska hönnun og erum líka með afurðir handverksfólks úr héraðinu,“ segir Sigríður Margrét.

Góður vettvangur fyrir hópa

Í Landnámssetrinu er hægt að bjóða uppá allskyns afþreyingu fyrir fyrirtæki og hópa og staðurinn hentar prýðilega fyrir ráðstefnur, árshátíðir og hópefli. Fundaraðstaða á fallegu pakkhúslofti er fyrir allt að 80 manns en fyrir allt að 30 manns ef þátttakendur sitja við borð. Vinsælt er að fara í ratleiki úti við í nágrenni Landnámsetursins. Ratleikurinn er í snjallsímum og hægt að aðlaga þrautir og spurningar hópnum.

Ítarlegar og fróðlegar upplýsingar um þjónustu og dagskrá Landnámssetursins er að finna á vefsíðunni landnam.is. Einnig eru veittar upplýsingar í síma 437 1600 og fyrirspurnir má einnig senda á netfangið landnam@landnam.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Í gær

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!
Lífsstíll
Í gær

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Snarlúkkar þessi kerra!

Snarlúkkar þessi kerra!
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Hans og Gréta: Ævintýraleg vefverslun fyrir alla aldurshópa

Hans og Gréta: Ævintýraleg vefverslun fyrir alla aldurshópa
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Gefðu fallega handgerða muni í jólagjöf frá Netgjöfum

Gefðu fallega handgerða muni í jólagjöf frá Netgjöfum
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Þú færð skötuna hjá Sætoppi: Stór og flott gráskata – nóg af saltfiski líka

Þú færð skötuna hjá Sætoppi: Stór og flott gráskata – nóg af saltfiski líka
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

LG OLED er rétta sjónvarpið fyrir þig

LG OLED er rétta sjónvarpið fyrir þig