fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Kaffistofan

PR-vandi

Kynning

Miklu meira en bara brauð og bakkelsi

Kynning
Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 15. júlí 2018 08:00

Geirabakarí í Borgarnesi hefur um árabil verið nauðsynlegur viðkomustaður alls ferðafólks á leið um landið, en bakaríið er það fyrsta sem blasir við þegar ekið er yfir Borgarfjarðarbrúna inn í Borgarnes.

Þegar gengið er inn í Geirabakarí má finna ilm af nýbökuðu brauði, angan af nýmöluðum kaffibaunum sem stelpurnar í afgreiðslunni framreiða af stökustu snilld og angan af kökum sem framleiddar eru með ekta gamaldags handverki. Bakaríið dregur nafn sitt af stofnanda og núverandi eiganda þess, Sigurgeiri Óskari Erlendssyni.

Á góðviðrisdögum er hægt að setjast með kaffi og meðlæti við bekki og borð úti á stétt og virða fyrir sér taumlausa náttúrufegurðina norður yfir endilangan Borgarfjörðinn og eins í vestur út á hafið. Á staðnum má einnig finna mjölkurvörur, álegg, viðbit, súpu dagsins, brauðasalöt, smurbrauðssamlokur og ýmslegt fleira.

Hröð afgreiðsla og starfsmenn með fagmennskuna að vopni

„Á venjulegum degi erum við að smyrja allt frá 18 upp í 24 tegundir af smurbrauði í borðið, þannig að úrvalið er gríðarlegt, annað eins er bakað af sætabrauði, sem nær vel á annan tuginn,“ segir Jóhanna Erla Jónsdóttir mannauðsstjóri Geirabakarís.

Starfsmenn Geirabakarís eru 25 talsins og getur veitingasalurinn tekið á móti um 70 manns. Erla segir staðinn afar heppinn með starfsfólk þar sem starfsmannavelta er ekki mikil, starfsfólkið skilar starfi sínu vel og gott betur þegar mikið er að gera. Góður starfsandi er það sem öllu máli skiptir fyrir bæði þjónustu og anda.

Segir Erla að eina lykilstefna staðarinns sé hröð afgreiðsla með fagmennskuna til fyrirmyndar, en bætir hún kát við að það geti oft reynst erfitt að afgreiða viðskiptavini hratt og vel þegar úrvalið er svo mikið að valkvíðinn sækir að fólki.

Unnið frá grunni

„Fólkið er okkar besta auglýsing,“ segir Erla og fullyrðir að góðar viðtökur fólks sé staðnum mikils virði og hvernig þjónustan spyrst út.

„Ég er ekki búin að ákveða daginn áður hvernig súpa verður í pottinum á morgun, það fer allt eftir hvorum megin ég fer framúr,“ segir Erla kímin. „Nei, það fer eftir veðrinu og stemningunni í bakaríinu. Þetta eru allt súpur sem gerðar eru frá grunni, en ekki pakkasúpur.“

Plastpokalaust bakarí

Í bakarínu er einnig veglegt úrval af veislutertum fyrir ýmis tilefni, til að mynda marsípantertur, brauðtertur og gamaldags rjómatertur svo eitthvað sé nefnt. „Einnig erum við með brauðtertur og snittur. Það nýjasta hjá okkur eru svokallaðir brauðabakkar sem við útbúum oft fyrir hópa í nesti, þá erum við kannski með þrjár tegundir af litlum brauðbitum með allskonar áleggi, ostum og sósum. Þetta er afar vinsælt hjá okkur fyrir hin ýmsu tilefni. Svo við tölum ekki um brauðasalötin sem við gerum að sjálfsögðu hérna í bakaríinu sem og hráfæðikökurnar, pestóið og booztin,“ segir hún. „Svo eru strákarnir af og til að prófa og þróa nýja hluti sem fá svo einn daginn að líta dagsins ljós í borðinu frammi, en allt tekur sinn tíma í vöruþróun svo spennandi tímar eru framundan.“

Að sögn Erlu stendur til á næstunni að verða eins plastpokalaust bakarí og kostur er en sú vinna er hafin og þegar höfum við tekið út burðarpokana úr plasti og komin með bréfpoka í staðinn, stefnan er svo á að öll dagvara sem seld er yfir borðið verði afgreidd í bréfpokum eða öðrum umhverfisvænni umbúðum. „Það er í vinnslu hjá okkur að koma með aðrar umbúðir en plast. Fólk hefur tekið mjög vel í það,“ segir hún.

„Borgarbyggð fór í herferð um plastpokalaust samfélag og var með saumaða poka sem Fjöliðan gerði. Út frá því tókum við þátt í þessu og stefnum að því áfram að plastpokaafvæða Borgarnes.“ Verið velkomin í Geirabakarí segir Erla að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Í gær

Hver hringir í 112, á ég að gera það? Nei – bíllinn gerir það!

Hver hringir í 112, á ég að gera það? Nei – bíllinn gerir það!
Kynning
Fyrir 2 dögum

Allora: Grimmdarlaus snyrtivara á góðu verði

Allora: Grimmdarlaus snyrtivara á góðu verði
Kynning
Fyrir 2 dögum

Þú færð snjalltækin í jólapakkann frá Mi Iceland

Þú færð snjalltækin í jólapakkann frá Mi Iceland
Kynning
Fyrir 3 dögum

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!
Kynning
Fyrir 3 dögum

Bíóhornið: Allir geta verið Spider-Man – en hver er bestur?

Bíóhornið: Allir geta verið Spider-Man – en hver er bestur?
Kynning
Fyrir 3 dögum

Snarlúkkar þessi kerra!

Snarlúkkar þessi kerra!
Kynning
Fyrir 3 dögum

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin

Mía & Míó: Hágæða vörur fyrir börnin
Kynning
Fyrir 4 dögum

Heimilislíf: Tyrknesk handklæði og fleiri eðalvörur

Heimilislíf: Tyrknesk handklæði og fleiri eðalvörur