fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Ilmandi kaffi og vöfflur í elsta húsi Hvanneyrar

Kynning
Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 14. júlí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Hvanneyri stendur kaffihúsið Skemman í friðsælu og fallegu umhverfi. Þangað laðast margir sem eiga leið hjá á sumrin og standast ekki lokkandi ilminn af vöfflum, súpum og kaffinu með því.

Þessi notalega skemma, með sal á efri hæð, sem er í senn safnaheimili og elsta húsið á Hvanneyri, hefur trekkt upp hverja jákvæðu umsögnina á eftir annarri á ferðamannasíðum á borð við Trip Advisor. Lof hafa sérstaklega fallið vegna andrúmsloftsins, viðkunnanlegrar þjónustu og bragðmikilla kræsinga.

Rósa Björk umsjónarmaður og rekstaraðili Skemmunnar, stendur vaktina fjórða sumarið í röð. Hún segir staðinn vinna mjög mikið úr litlu enda gafst lítið pláss fyrir eldhús þegar kom að standsetningu staðarins.

„Hugmyndin var að hafa vöfflur og kaffi en svolítið öðruvísi,“ segir Rósa, „þannig að við erum með stórar belgískar vöfflur og fengum flotta Espresso-vél af eldri gerð, þannig að útkoman verður sveitaandrúmsloft og smá gamaldags stemningu líka.“

Falin perla með öðruvísi vöfflum

Að sögn Rósu eru það mestmegnis Íslendingar sem sækja í Skemmuna, enda margir í bústöðum í nágrenninu og fjöldi fólks sem keyrir þarna framhjá. Rósa segir að ferðamenn láti einnig sjá sig öðru hverju og hafa viðtökurnar frá þeim verið þannig að þeim finnist oft eins og þeir hafi uppgötvað falda perlu.

„Eldhúsið býður ekki uppá mikla möguleika á matreiðslu vegna smæðar, en okkur langaði líka til að bjóða uppá eitthvað meira matarkyns og erum með vöfflur sem eru í raun eins og opin samloka, eða „matarvöfflur“ eins og við köllum þær,“ segir Rósa. „Þá eru þær sem sagt með áleggi, því vöfflurnar sjálfar eru ekki sætar. Þær hafa verið rosalega vinsælar hjá okkur.“

Þá rekur Rósa söguna hússins sjálfs. Skemman var reist árið 1896 fyrir Búnaðarskólann. Haustið 1903 brann skólinn og flutti flest heimilisfólkið í Skemmuna og bjó þar um eins árs skeið á meðan nýtt skólahús var í smíðum. Bjargaði því Skemman starfi Búnaðarskólans.

„Að mér skilst þá voru staðarmenn að geyma hveiti og mjöl í kirkjunni á sínum tíma. Þá var biskup sem ætlaðist til þess að reist yrði skemma. Í gegnum tíðina hefur skemman verið notuð sem geymsla, en þegar ég var að alast upp á Hvanneyri þá var þetta yfirleitt bara kallað draugahúsið, en það var orðið heldur hrörlegt áður en skólin og safnaðarnefndin létu gera það upp með hjálp húsafriðunarnefndar. Húsið er gert upp í upprunalegri mynd og það þarf því að bæta litlu við til að fá góða stemmningu í húsið. Bara góða kaffivél og vöfflujárn,“ segir hún á léttum nótum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum