fbpx
Laugardagur 23.febrúar 2019
Kynning

Burro: Suðrænn sælureitur

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við viljum veita fólki þá tilfinningu að það sé að stíga inn í aðra vídd,“ segir Oddur Goði Jóhannsson, veitingastjóri á Burro. Staðurinn hefur verið opinn í rúmlega tvö ár og er í hjarta bæjarins, við Veltusund 1, gegnt Ingólfstorgi. Suður-amerískur andi svífur þar yfir vötnum sem endurspeglast í matargerð og líflegu umhverfi þar sem sterkir litir njóta sín, ekki síst í eftirminnilegum veggmyndum eftir listakonuna Kristínu, en hún var jafnframt einn af smiðunum sem unnu að innréttingum staðarins.

„Við leggjum áherslu á létta stemningu og viljum fá fólk til að gleyma rigningunni. Við leggjum líka mikið upp úr alúðlegri og vinalegri þjónustu,“ segir Oddur og er þetta fyllilega í samræmi við upplifun okkar af staðnum. En þrátt fyrir léttleikann og litadýrðina þá er er Burro klárlega veitingastaður í fínni kantinum en mikið lagt í matreiðsluna af gæðum, fjölbreytni og sköpunargáfu.

Meginlínan á Burro eru tapas-réttir og steikur. Hver einasti réttur sem bragðað var á þetta kvöld var eftirminnilegur, ögraði skynfærunum og gældi við bragðlaukana.

Byrjað var á Tequendos, stökkum ostastöngum með Burro-sósu. Stangirnar eru ljúffengar og sósan er sterk en það tekur dálitla stund að verða var við það.

Kaldur túnfiskur (Tuna ceviche með tígrismjólk, kóríander, rauðlauk, avókadó og ristuðum maís) var frískandi og bragðgóður.

Síðan komu á borðið humar taco og andar taco í vefjum. Best er að leggja vefjurnar saman og borða í höndunum. Humarrétturinn var afar ljúffengur og andar taco er mjög eftirminnilegt, sætt og einstaklega bragðgott.

Andar taco

 

Í aðalrétt var snædd kálfasteik. Ljóst kjöt, létt og mjög meyrt. Í meðlæti er meðal annars sæt lauksulta sem gerir þetta að lengra og litríkara ferðalagi. Mjög milt ítalskt rauðvín passaði vel með kjötréttinum.

 

Kálfasteikin

Hver réttur er upplifun, alveg yfir í eftirréttina en þar var valið djúpsteikt deig með sítrónu-sorbet. Deigið mjúkt og ljúft en sítrónuísinn kaldur, hressandi og mátulega sætur.

Heimsókn á Burro er upplifun, ferðalag inn í matarmenningu S-Ameríku og kærkomin tilbreyting frá gráu og blautu íslensku sumri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Bono og Davíðssálmar

Bono og Davíðssálmar
Kynning
Fyrir 5 dögum

Vínylparket – viðhaldsfrítt og ótrúlega slitsterkt

Vínylparket – viðhaldsfrítt og ótrúlega slitsterkt
Kynning
Fyrir 5 dögum

Taktu fyrsta skrefið með Verksýn

Taktu fyrsta skrefið með Verksýn
Kynning
Fyrir 6 dögum

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!
Kynning
Fyrir 6 dögum

250 litir: Gott orðspor er gulli betra

250 litir: Gott orðspor er gulli betra
Kynning
Fyrir 1 viku

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Nús/Nús: Heiðarlegt handverk og náttúrulegur lúxus frá Marokkó

Nús/Nús: Heiðarlegt handverk og náttúrulegur lúxus frá Marokkó
Kynning
Fyrir 1 viku

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu