Lífsstíll

Hótel Bláfell: Besti plokkfiskur á landinu?

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. júlí 2018 17:00

Það er eitthvað sérstakt við plokkfiskinn á Hótel Bláfelli og af mörgum vinsælum réttum er þetta langvinsælasti réttur staðarins og hefur alltaf verið. „Fastakúnnar margir – til dæmis atvinnubílstjórar sem koma hingað á hálfsmánaðarfresti – segja að þetta sé besti plokkfiskur landsins. Ég fullyrði ekkert um það, það er víða í boði góður matur, en þetta er það sem menn segja,“ segir Friðrik Árnason, eigandi Hótel Bláfells.

Hótel Bláfell er staðsett á Sólvöllum 14 á Breiðdalsvík og er klárlega einn helsti veitingastaðurinn á Austurlandi. „Í hádeginu keyrum við mikið á gömlum íslenskum heimilismat, íslenskri kjötsúpu og plokkfiski,“ segir Friðrik. Í heildina liggur áherslan helst á ferskum fiski og lambakjöti. „Fiskurinn kemur úr sjónum hérna í kring og lambakjötið frá nærliggjandi sveitabæjum,“ segir Friðrik og matargestir kunna vel að meta að fá þessar afurðir beint frá býli. Friðrik segir að erlendir ferðamenn sæki meira í fiskinn en hjá Íslendingum séu hamborgarar sívinsælir en Bláfell býður upp á rómaða hamborgara.

Ekki erfitt eða dýrt að fá gistingu

Hótel Bláfell hefur verið í samfelldum rekstri frá árinu 1983, eða 35 ár, og er Friðrik fjórði eigandinn. Hann keypti staðinn fyrir tíu árum. Margt hefur breyst á þeim tíma, t.d. hefur orðið mikil fjölgun erlendra ferðamanna.

„Aðallega hefur annatíminn lengst, hann nær núna yfir 5–6 mánuði í stað tveggja til þriggja mánaða áður. Hins vegar er sú breyting að verða í ár að það er ekki allt lengur uppbókað á gististöðum úti á landi á sumrin og verðið er ekki hátt lengur. Sífelldar fréttir um okur snúast oft um hátt verð á vatnsflösku eða kökusneið í einhverri sjoppu. Veruleikinn núna er hins vegar sá að það er ekki dýrt að gista á innlendum hótelum á sumrin og það eru laus pláss,“ segir Friðrik.

Hótel Bláfell er með um 90 gistirými í 37 herbergjum og leigir því til viðbótar út tvær íbúðir sem henta til dæmis vel fyrir fjölskyldur. Það er óþarfi fyrir þá sem vilja ferðast um Austurland í sumar að vera með fellihýsi í eftirdragi því það er víða laus gisting á viðráðanlegu verði – til dæmis á Hótel Bláfell.

 

Veislusalur fyrir 350 manns

Til hliðar við rekstur hótelsins og veitingastaðarins er Friðrik með öfluga veisluþjónustu í gamla frystihúsinu á staðnum og veislusalurinn þar rúmar 350 manns. Sjá nánar á Facebook-síðunni Frystihúsið. – Sjá nánar um Hótel Bláfell á Facebook-síðunni Hótel Bláfell. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og bóka gistingu í síma 475 6770.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Kynning: Hótel Laki – Öðruvísi gjafabréf

Kynning: Hótel Laki – Öðruvísi gjafabréf
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Opnunarhátíð Veltis

Opnunarhátíð Veltis
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Kyon Apparel: Glæsilegur götufatnaður

Kyon Apparel: Glæsilegur götufatnaður
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Siðferði og umhverfisvernd í fyrirrúmi  

Siðferði og umhverfisvernd í fyrirrúmi  
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum