fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Selaskoðun við Hvammstanga: Í návígi við stóran hóp af forvitnum selum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. júní 2018 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við siglum frá Hvammstanga og erum eingöngu inni á Miðfirði. Við erum svo heppin að hafa selalátur hérna inni í firðinum og það var forsendan fyrir því að þetta væri hægt. Það hafa verið sveiflur í stofnstærð þessarar selafjölskyldu, þegar við byrjuðum vorið 2010 voru þetta um 90 selir en þeir fóru smám saman niður í um 60–70 en svo eru þeir komnir aftur upp í um 90 núna,“ segir Eðvald Daníelsson hjá fyrirtækinu Selasigling ehf. á Hvammstanga.

Selasigling felur í sér skoðun á stórum hópi sela í návígi, meðal annars ungum selum, náttúruskoðun og fuglaskoðun, en mikið fuglalíf er á svæðinu. „Hér er mikið af æðarfugli, hér eru teista, himbrimi, skarfur, lómur og svanur, og lunda sjáum við oft svo eitthvað sé nefnt. Selir halda sig nálægt ströndinni og siglingin tekur mið af því,“ segir Eðvald.

Selaskoðunin nýtur mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna sem lýsa yfir hrifningu á upplifuninni á TripAdvisor og fleiri slíkum síðum. Íslendingar eiga hins vegar eftir að uppgötva töfra selaskoðunarinnar:

„Það er ríkjandi viðhorf hjá Íslendingum að við getum alls staðar séð seli hér og þurfum þess vegna ekki að borga fyrir það. En það er ekki sambærilegt að sjá einstaka sel einhvers staðar langt í burtu og að komast í návígi við stórfjölskyldu af selum og fá leiðsögn. Þessi árstími sem nú fer í hönd er langskemmtilegastur fyrir selaskoðun því nú eru kóparnir litlir og þú getur horft á þá á spena eða að leika sér í sjónum,“ segir Eðvald.

Farnar eru þrjár ferðir á dag með bátnum Brimli og tekur hver ferð um eina og hálfa klukkustund. Kostar hún 8.500 kr. fyrir fullorðna, 4.500 kr. fyrir 7 til 16 ára en er ókeypis fyrir börn 6 ára og yngri.

Innifalið í hverri ferð er aðgöngumiði í Selasetur Íslands sem er einstaklega fræðandi og skemmtilegt safn, staðsett við höfnina á Hvammstanga.

Að sögn Eðvalds er gott veður ávallt heppilegt fyrir selaskoðun en sólskin er ekki nauðsynlegt. „Selurinn er þó líkur okkur mannfólkinu að því leyti að hann elskar sólina og leggst flatur upp í sólskinið. Alla jafna eru suðlægar áttir heppilegar ef það rignir ekki mikið en norðanáttin hér blæs hins vegar köldu og þá er gott að klæða sig vel.“

Ljóst er að selaskoðun við Hvammstanga er mikil upplifun sem innlendir ferðamenn þurfa að uppgötva og eiga þannig ógleymanlega stund. Selirnir eru gjarnan forvitnir og því oft ófeimnir við að sýna sig vel fyrir ferðamönnunum.

Selasigling ehf. er með lögheimili að Höfðabraut 13, Hvammstanga, en nánari upplýsingar og bókanir eru á vefsíðunni sealwatching.is. Miðasala og upplýsingar í Selasetri Íslands við höfnina á Hvammstanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum