fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Langafit Laugarbakka: Ógleymanlegt handverkshús

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. júní 2018 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem eiga leið um Húnaþing vestra í sumar ættu endilega að koma við á Laugarbakka og líta inn í Handverkshúsið Löngufit. Það er upplifun sem margir eru þakklátir fyrir og sjást þess merki í gestabók staðarins. Þar hafa meðal annars erlendir gestir skrifað hástemmdar lýsingar af upplifun sinni. Hér eru örfá dæmi: Dásamlegur staður! – Svo glöð að við stoppuðum! – Svo frábær upplifun! Svo falleg búð! – Fallegasti staður sem ég hef séð. Takk fyrir gestrisnina.

 „Þetta er áttunda árið okkar en þetta byrjaði í smáum stíl, við vorum um tíu manns í upphafi sem vorum að selja okkar handverk. Síðan hefur þetta undið hressilega upp á sig og ætli ég sé ekki núna með vörur frá 70–80 manns víðs vegar af landinu til sölu hér,“ segir Regína Ólína Þórarinsdóttir, sem rekur Handverkshúsið Löngufit.

„Þetta eru mikið til prjónavörur – peysur, vettlingar, húfur og sokkar, en einnig ýmislegt annað handverk, til dæmis smíðisgripir, sultur, jurtate, kex og margt fleira. Þetta er sitt lítið af hverju og hér ægir öllu saman,“ segir Regína.

Handverkshúsið er í senn safn og sölubúð. Hér má kaupa gagnlega og fallega hluti en líka bara skoða, því ýmsir gamlir hlutir og skemmtilegt dót er hér til sýnis en ekki sölu, til dæmis gamlar og nýjar flöskur, könnur og kirnur. Enginn aðgangseyrir er að staðnum.

Jafnframt þessu er í Handverkshúsinu Löngufit dálítið kaffihús þar sem alltaf má ganga að kaffisopa og nýbökuðum vöfflum vísum og stundum eru kökur í boði.

Gistiheimili er einnig rekið á staðnum með svefnplássi fyrir 12 manns og eru það aðallega erlendir ferðamenn sem nýta sér gistinguna. Bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar gera sér hins vegar ferð í Handverkshúsið til að skoða og njóta og gera góð kaup. Það er upplifun sem enginn verður svikinn af og sjálf segir Regína að það sé afar skemmtilegt starf að reka Handverkshúsið Löngufit sem gleður augu og anda svo margra ferðalanga auk þess að koma á framfæri prýðilegu handverki handlaginna og listfengra landsmanna.

Nánari upplýsingar á Facebook-síðunni Langafit Handverkshús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum