fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Tríó Events Reykjavík: Fyrir vel heppnaða viðburði, stóra og smáa

Kynning
Kynningardeild DV
Mánudaginn 4. júní 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar viðburður er skipulagður, hvort sem um er að ræða stóra ráðstefnu eða veislu, nú eða lítið krúttlegt partí þá skiptir hann þá sem að honum standa miklu máli og mikið er undir því komið að vel takist til.

Þær Anna Katrín Guðmundsdóttir og Ýr Gunnlaugsdóttir stofnuðu fyrirtækið Tríó Events Reykjavík í október árið 2016. En þó að fyrirtækið sé ungt eru þær stöllur reynslumiklar í faginu:

„Við erum hoknar af reynslu í þessum bransa og lífsins ólgusjó. Okkur langaði að láta þann draum rætast að stofna fyrirtæki í kringum það sem okkur finnst skemmtilegast; að hanna og skipuleggja viðburði og verkefni,“ segir Anna. Hún er menntuð í sjónvarpsdagskrárgerð og hefur starfað sem framleiðandi sjónvarps- og kvikmyndaefnis. Anna er jafnframt með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM).

Ýr er með menntun í hótelfræðum og stýrði viðburða- og ferðadeild Háskólans í Reykjavík til fjölda ára. „Við leggjum áherslu á persónulega og góða þjónustu og nána samvinnu við viðskiptavininn. Það er dýrt að halda veislu eða standa fyrir viðburði – við vitum það. Það er því mikilvægt að farið sé vel með peningana og allt gangi sem best upp,“ segir hún.

Þær Anna og Ýr leggja áherslu á að mikilvægt sé að leggja niður fyrir sig hverju viðburðurinn á að skila áður en hafist er handa:

„Sumir viðburðir eru hugsaðir til að bæta vinnuandann og þétta hópinn, aðrir eru hugsaðir sem fræðsla og hvatning og enn aðrir eiga að vera hrein skemmtun. Undirstöðurnar eru samt alltaf þær  sömu, sama hvert tilefnið er, það er góður undirbúningur og verkefnastjórn svo viðburðurinn heppnist sem best. Einnig erum við með kvikmyndadeild þar sem við framleiðum efni bæði fyrir þá viðburði sem við erum að stýra, til dæmis árshátíðarmyndbönd, stuttar myndir um fyrirtækin, eða sjáum um beinar útsendingar eða streymi frá fundum. Með þessu fær viðburðurinn meiri dýpt og verður eftirminnilegri,“ segir Anna.

Ýr segir að þær leggi áherslu á persónulega nálgun og samvinnu við viðskiptavininn varðandi veislur og viðburði: „Það þarf hugmyndaauðgi og gott nef fyrir hvað passar hverju sinni enda ekkert eins skemmtilegt og að sjá allt smella saman á viðburðinum sjálfum. Við erum duglegar að finna upp á einhverju óvenjulegu og okkur finnst fátt skemmtilegra en að fara á hugarflug um nýja útfærslu.“

Fyrir Tríó Events Reykjavík er enginn viðburður of stór eða of lítill og allir eru þeir jafnmikilvægir. Þess má geta að fyrirtækið er með hagstæða samninga við veitingamenn og leigjendur samkomusala og því getur borgað sig að kaupa slíka þjónustu í gegnum Trio Events Reykjavík.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni trioevents.is eða á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum