fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Brekkan: Þar sem fortíð, nútíð og framtíð nærast

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 30. júní 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búðarferð til Fáskrúðsfjarðar fyrir 13 árum síðan, þar sem nauðsynjar gleymdust og fara þurfti aðra ferð, leiddi til þess að Ásta Snædís Guðmundsdóttir fékk þá hugmynd að opna búð í heimabænum Stöðvarfirði.

Hún, ásamt Rósmarý Dröfn Sólmundardóttur, opnaði Brekkuna þann 1. apríl 2005 þar sem þær eru bara allt, eins og Rósmarý segir.

„Við erum með smá búðarhorn, gjafavörur á efri hæðinni sem við flytjum inn frá Póllandi að mestu, og svo eitthvað frá heildsölum í Reykjavík. Við erum líka með dósamóttöku, þannig að við erum bara allt hér.“

Mikið úrval er af gjafavöru.

Á Stöðvarfirði var engin búð í rekstri frá október 2004 til 1. apríl 2005 þegar þær opnuðu. „Við fórum saman að versla á Fáskrúðsfjörð, helstu nauðsynjar sem vantaði á mitt heimili var brauð og á heimili Ástu mjólk. Við keyptum heilan helling báðar. Ég kom ekki heim með brauðið þannig að ég þurfti aftur á Fáskrúðsfjörð og það eru 27 km austur, sem sagt aðra leiðina.“

Þá kom Ásta með þá hugmynd að opna búð, því ekki gengi að engin búð væri í heimabænum, þar sem í dag búa um 190 manns.

„Við erum með matseðil í boði, þar sem boðið er upp á hamborgara, samlokur, fisk, pasta, kjúklingasalat, við erum með grill. Á föstudags- og laugardagskvöldum yfir sumarið erum við með pitsur (bara á föstudögum yfir veturinn),“ segir Rósmarý. „Ef það eru verktakar að vinna á svæðinu láta þeir vita af sér og borða hjá okkur hádegismat, þá erum við með mat í hádeginu og eldum ríflega ef aðrir gestir koma inn líka. Annars eldum við bara samkvæmt matseðli.“

„Á kvöldin erum við með sjómenn í mat, til dæmis stráka á bátum frá Grindavík og Hafnarfirði sem gera út héðan. Hér er fornleifauppgröftur í gangi núna og þau eru í hádegismat hjá okkur líka. Við segjum stundum að við séum með fortíð, nútíð og framtíð í mat: fornleifafræðingana sem eru að finna fortíðina, það er verið að leggja ljósleiðara sem er framtíðin og sjómennirnir, þeir eru nútíðin okkar,“ segir Rósmarý.

„Við erum líka með hraðposa í stað hraðbanka fyrir Landsbankann, þar sem enginn banki er á staðnum. Svo seljum við frímerki og fyrir jólin er Pósturinn með aðstöðu til að taka á móti pökkum hjá okkur.“

Það er kjörið fyrir alla sem eiga leið um Stöðvarfjörð að stoppa við hjá þeim stöllum á Brekkunni og njóta ljúffengs matar á leiðinni um þjóðveginn.

Brekkan er á Fjarðarbraut 44, Stöðvarfirði. Síminn er 475-8939 og netfangið astrosehf@simnet.is. Brekkan er á Facebook. Afgreiðslutími er kl. 9.30–21.00.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum