fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Hamar Hótel og kaffihús: Ljúffengar veitingar í töfrandi umhverfi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. júní 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í um 700 metra fjarlægð frá Breiðdalsvík stendur gullfallegt bjálkahús undir fjallshlíðum en þar er rekið veitingahús og gistiheimili undir heitinu Hamar Hótel og kaffihús. Þýsk hjón byggðu húsið fyrir allmörgum árum og leituðu áður lengi að fallegum stað undir það áður en jörðin Þverhamar varð fyrir valinu. Staðurinn þykir einstaklega fallegur og útsýni frá þessum punkti stórfenglegt.

„Þetta hét áður Kaffi Margrét og ég ákvað að breyta um nafn þegar ég tók við rekstrinum síðasta sumar. Húsið stendur á jörðinni Þverhamri og afi minn og ég sjálf bjuggum í húsi í þorpinu sem heitir Hamar. Enn fremur ólst amma mín upp á Hamri í Hamarsfirði. Þannig að þegar til átti að taka þá kom eiginlega ekki annað nafn til greina,“ segir Auður Hermannsdóttir, eigandi staðarins.

Hamar býður upp á afar fjölbreyttar og góðar veitingar og gætir þess að sinna ekki bara ferðafólki heldur líka heimamönnum. Er því opið allan ársins hring og oft eru ýmsar uppákomur yfir vetrartímann. Yfir sumartímann er síðan opið alla daga vikunnar frá kl. 11 til 21.

„Þetta er heimilislegur staður í þægilegu umhverfi en samt kappkostum við að bjóða upp á fjölbreyttar veitingar og hér er matseðill í gildi allan daginn. Við bjóðum upp á súpur, fisk og kjöt, auk vinsælla skyndibita á borð við hamborgara og pitsur. Þess utan erum við með fullan kökukæli af heimagerðum tertum, erum með vöfflur og ísrétti,“ segir Auður.

Fiskurinn kemur spriklandi ferskur úr sjónum í kring. Grillaðar lambalærisneiðar mælast líka vel fyrir og pitsurnar eru eldbakaðar. „Fiskur dagsins er mjög vinsæll hjá okkur, gjarnan er það þorskur eða rauðspretta. Erlendu ferðamennirnir sækja líka mikið í lambalærisneiðarnar,“ segir Auður.

 „Hamborgarinn okkar“ er einstakur

Pitsur og hamborgarar eru sívinsælir réttir og Hamar er með fjölbreyttan pitsumatseðil. „Pitsubotnarnir okkar eru úr súrdeigi, deigið er gert ferskt á hverjum degi á staðnum. Í pitsurnar reynum við að nota einungis besta hráefni sem í boði er hverju sinni og er sósan okkar gerð úr San Marzano tómötum og örlitlu íslensku sjávarsalti. Þá býður staðurinn upp á tvær gerðir af hamborgurum, hefðbundinn ostborgara og svo „Hamborgarann okkar“ sem er afar veglegur og girnilegur. „Með honum er beikonsulta sem við vinnum frá grunni, með balsamik-ediki og alls konar gúmmelaði,“ segir Auður.

Hamar er með vínveitingaleyfi og hægt að fá sér bjór eða léttvín með matnum. Fullkomin espresso-vél er á staðnum og aðeins gæðakaffi og te í boði.

„Á sunnudögum erum við með bröns-seðil frá klukkan 11–16. Yfir vetrartímann er kaffihlaðborð fyrsta laugardag í hverjum mánuði þar sem við fyllum eitt borð af heimagerðum kræsingum, sætum og ósætum, og fólk getur borðað eins og það vill. Svo höfum við verið að taka á móti hópum, stórum og smáum, í hádegisverð, kaffi og kvöldverð,“ segir Auður.

Gisting á efri hæðinni

Bjálkahúsið er um 300 fermetrar og á neðri hæðinni er veitingasalur sem tekur 50 manns. Á efri hæðinni er gisting fyrir 10 manns í fimm herbergjum. Þrjú þeirra eru með svölum og þaðan er frábært útsýni, sérstaklega í góðu veðri – ekki spillir fyrir að afar vel hefur viðrað á svæðinu í sumar og allt stefnir í að framhald verði þar á.

Gistingu má panta í síma 846 55747. Sjá nánar á Facebook-síðunni Hamar – Hótel kaffihús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum