fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Kynning

Eco Trail Reykjavík: Sannkölluð gleðisprengja fyrir hlaupara

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. júní 2018 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í fyrra kom fólk grátandi af gleði í mark – það var sannkölluð alsæla. Tilfinningin af því að hafa lokið löngu hlaupi, allt frábæra útsýnið sem þú hefur notið á leiðinni, og svo magnast upplifunin í næturkyrrðinni. Þannig að það var kannski ekki skrýtið að fólk skyldi gjörsamlega missa sig af hamingju þegar það kom í mark,“ segir Ívar Trausti Jósafatsson, talsmaður Eco Trail hlaupsins sem nú verður haldið í annað sinn á Íslandi en um er að ræða alþjóðlegt hlaup sem hefur verið haldið víða um heim í nokkur ár.

Í boði eru fjórar afar mislangar hlaupaleiðir sem allar hafa sama endamarkið – ylströndina í Nauthólsvík – en mismunandi ráspunkta. Vegalengdirnar fjórar eru 12 km, 23 km, 42 km og 82 km. Svokallaðir ITRA punkta fá hlauparar fyrir að klára vegalengdirnar, 4 punkta fyrir 82 km, 2 punkta fyrir 42 km og 1 punkt fyrir 23 km.

„12 km leiðin er við allra hæfi og á allra færi. Sú leið og raunar allar leiðirnar er nokkuð niður í móti. 12 km hlaupinu mega tveir skipta á milli sín, þannig getur síðari keppandinn til dæmis tekið við í Elliðaárdal en við höfum stillt þar upp á einum stað þannig að auðvelt er að komast að á bíl,“ segir Ívar.

Yfir 150 þátttakendur hafa þegar skráð sig í hlaupið en yfir 100 þeirra eru útlendingar. Að sögn Ívars skrá Íslendingar sig grimmt í hlaupið síðustu dagana og þá gjarnan í 12 og 23 km. Hlaupið fer fram föstudagskvöldið 6. júlí.

Meðal þekktra íslenskra keppenda í hlaupinu er Þorbergur Ingi Jónsson, besti ultrahlaupari landsins  en hann er hlaupari á heimsmælikvarða.

Það er margt afar aðlaðandi við Eco Trail og áður hefur verið nefnt fallegt umhverfi á öllum hlaupaleiðunum en annar kostur er sá að mestallt hlaupið er á mjúkum stígum. „Til dæmis þegar hlaupið er niður í og gegnum Elliðaárdalinn þá eru aðeins um 100 m þar á hörðu undirlagi,“ segir Ívar.

Öll hlaupin eru að mestu á utanvegastígum með skemmtilegum breytileika: mjúkir stígar, hraun, móar, skógi vaxnir stígar, flatlendi, nokkur skemmtileg fell og útsýni sem eingöngu fæst á Reykjanesi.

Hlaupaleiðirnar fjórar og rástíminn

82 km hlaupið hefst stutt frá N1 í Grindavík og er ræst kl. 17. Eftir fyrstu tvo kílómetrana er skokkað upp á rúmlega 200 m háan Þorbjörn, síðan niður vestanmegin með stórkostlegu útsýni yfir Bláa lónið og Reykjanesskagann, alla leið til Reykjavíkur. Síðan er farin stórfengleg leið að Krísuvík, þaðan að Kaldárseli, inn í Heiðmörk og vænn hringur þar, gegnum Rauðhóla, gegnum Norðlingaholt, niður Elliðaárdal á utanvegastígum, inn í Fossvog og úr Fossvogi vestast Kópavogsmegin, framhjá N1 innst í Nauthólsvíkinni og endað á ylströndinni Nauthólsvík við hliðina á heita pottinum.

42 km hlaupið hefst nálægt Krýsuvík en er að öðru leyti eins og lýst er hér að ofan ofan frá og með Krýsuvík. Ræst er kl. 21.

23 km hlaupið er ræst við Borgarstjóraplan í Heiðmörk kl. 22. Leiðin er eins og lýst er í 82 km lýsingunni hér að ofan frá og með Heiðmörk.

12 km hlaupið er ræst kl. 23 við Rauðhóla. Þaðan er hlaupið gegnum Rauðhólana og Norðlingaholt, niður Elliðaárdal á utanvegastígum, inn í Fossvog og úr Fossvogi vestast Kópavogsmegin, framhjá N1 innst í Nauthólsvíkinni og endað á ylströndinni Nauthólsvík við hliðina á heita pottinum.

Nestisstöðvar verða alls þrjár í 82 km hlaupinu: eftir um 30 km frá Grindavík, um 20 km eftir fyrstu Nestisstöð og sú 3ja um 20 km síðar, um 12 km frá endamarki.

Við endamarkið í Nauthólsvík verður boðið upp á drykki og næringu. Þar geta þátttakendur og aðrir notað heitar sturtur og aðstöðu á ylströndinni, heita pottinn og kaldan sjóinn til að flýta endurheimt.

Nánari upplýsingar og skráning eru á Hlaup.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

250 litir: Gott orðspor er gulli betra

250 litir: Gott orðspor er gulli betra
Kynning
Fyrir 3 dögum

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna
Kynning
Fyrir 4 dögum

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna
Kynning
Fyrir 6 dögum

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“
Kynning
Fyrir 1 viku

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu
Kynning
Fyrir 1 viku

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn