fbpx
Lífsstíll

Súlur Vertical: Besta utanvegahlaupið 2017

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. júní 2018 14:00

Utanvegahlaupið Súlur Vertical mun loka hlaupasumrinu í ár og raunar fer hlaupið fram í haust. Var því frestað frá 25. ágúst til 13. október. Því er óhætt að kalla hlaupið glæsilegan endapunkt hlaupasumarsins enda völdu lesendur hlaup.is Súlur Vertical besta utanvegahlaupið árið 2017.

Tvær vegalengdir eru í boði, sú lengri er 28 km með um 1.400 m hækkun upp fjallið Súlur, sem er bæjarfjall Akureyrar. Styttri vegalengdin er 18 km með 450 m hækkun og þá er ekki farið upp fjallið.

Súlur Vertical gefur ITRA stig og 2 punkta og hefur fengið vottunina „Qualifying race 2018“.

Heimsfrægur þátttakandi

Í ár mun Hayden Hawks mæta til leiks í Súlur Vertical. Það er mikill heiður að fá Hayden í þetta hlaup því hann er einn besti ofurhlaupari heims (hlauparar sem hlaupa lengra en maraþon) og er nr. 4 á alheimslista ITRA. Fyrir utan að vera einn besti ofurhlaupari heims þá á hann tímann 28.53 í 10 km á braut og 13.51 í 5.000 m brautarhlaupi. Hann vann CCC í fyrra með yfirburðum en það er mjög sterkt hlaup hringinn í kringum Mont Blanc, alls 101 km með 6.100 m hækkun. Í ár er hann skráður í UTMB sem er 171 km hlaup með 10.300 m hækkun í kringum Mont Blanc þannig að hér er á ferðinni einn sá allra besti.

Hlaupaleiðin

Hlaupið hefst á tjaldstæðinu á Hömrum, þaðan er farið í Kjarna og svo sem leið liggur upp í Gamla. Frá skálanum Gamla er hlaupið upp í Fálkafell og síðan að Súlubílastæði. Frá Súlubílastæði er hlaupið upp stikuðu gönguleiðina upp á topp Ytri-Súlu (að 1.170 m hárri vörðu); þar er snúningspunktur og sama leið síðan hlaupin til baka niður á bílastæði. Frá Súlubílastæði er stysta leið hlaupin niður að MS og þaðan er göngustígunum fylgt því sem næst meðfram Glerá og sem leið liggur niður í miðbæ Akureyrar. Kort er af hlaupaleiðinni á hlaup.is.

Hlaupaleiðin er virkilega skemmtileg, mismunandi undirlag er á leiðinni, s.s. moldarstígar, mýri, klappir, snjór, urð og grjót. Útsýnið á leiðinni er ægifagurt þar sem Akureyri, Glerárdalurinn og Eyjafjörðurinn skarta sínu fegursta.

Það má enginn hlaupari láta þetta spennandi hlaup fram hjá sér fara. Nú er bara taka 13. október frá og skrá sig í Súlur Vertical, opnað verður fyrir skráningar á næstu dögum á hlaup.is.

Sjá nánar um Súlur Vertical á hlaup.is og runningiceland.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Drengirnir eru fundnir
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Skorrahestar: Gisting og hestaferðir í rómantískri sveitakyrrð

Skorrahestar: Gisting og hestaferðir í rómantískri sveitakyrrð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Mi Iceland: Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki

Mi Iceland: Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Nýju Nokia-símarnir slá í gegn: Ódýrir, níðsterkir og með hraðari uppfærslum

Nýju Nokia-símarnir slá í gegn: Ódýrir, níðsterkir og með hraðari uppfærslum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Lítil í upphafi: Hin frábæru Bergstein-stígvél og haustmarkaður um helgina

Lítil í upphafi: Hin frábæru Bergstein-stígvél og haustmarkaður um helgina
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita