Lífsstíll

Skúlagarður: Gisting og veitingar í nálægð við ægifagrar náttúruperlur

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. júní 2018 08:00

Gistihúsið Skúlagarður er staðsett í Kelduhverfi, við þjóðveginn, um 45 km frá Húsavík. Í næsta nágrenni eru nokkrar af helstu náttúruperlum landsins, Dettifoss, Vatnajökulsþjóðgarður, Ásbyrgi og Hljóðaklettar – náttúruperlur sem eru þessu virði að verja góðum tíma í að upplifa og njóta. Vinsælar gönguleiðir á svæðinu geta tekið marga daga að fara þó að sumir kjósi styttri göngu.

„Það eru skipulagðar gönguferðir á vegum þjóðgarðsins en svo er líka hægt að notast við kort hér og ganga á eigin vegum,“ segir Helga Sturludóttir í Skúlagarði en hún nýtur þess að starfa í þessu ægifagra umhverfi og eiga samskipti við ferðamenn frá öllum heimshornum.

Skúlagarður er afar heppilegur gististaður fyrir þá sem vilja taka sér tíma til að njóta þeirrar stórkostlegu og fjölskrúðugu náttúrufegurðar sem þetta svæði býður upp á. Gistihúsið er opið frá 1. maí til 31. október. Sautján tveggja manna herbergi eru í gistihúsinu og tekur það því 34 gesti í einu. Einnig er hægt að bæta við aukarúmi fyrir börn í sumum herbergjunum.

„Við lokum yfir veturinn vegna þess að enn sem komið er kallar markaðurinn bara eftir þessum tíma. Við erum öll að bíða eftir nýja Dettifossveginum, þá verður þetta einn hringur þar sem hægt verður að keyra frá Mývatnssveit hingað niður í Kelduhverfi framhjá Dettifossi og í gegnum þjóðgarðinn og svo um Tjörnes til Húsavíkur,“ segir Helga.

Meirihluti gesta í Skúlagarði eru erlendir ferðamenn sem gjarnan bóka í hópum á bókunarsíðum á netinu. Skúlagarður er þó engu síður heppilegur gistikostur fyrir Íslendinga sem vilja njóta þess besta sem íslensk náttúra býður upp á.

Skúlagarður býður einnig upp á góða fundaraðstöðu með skjávarpa sem margskonar hópar nýta sér. Ennfremur er góð veisluaðstaða á staðnum sem mörg fyrirtæki nýta sér fyrir starfsmannaskemmtanir, hvataferðir og árshátíðir.

Frábær matur úr héraði

Veitingastaðurinn í Skúlagarði er öllum opinn og kjörið fyrir þá sem eiga leið um svæðið að stoppa þar í mat eða kaffi og eiga góða stund. Morgunverður fylgir gistingu og í hádeginu eru það mest ferðahópar sem fylla matsalinn. Síðdegis er gott að stoppa í kaffibolla og vöfflu eða kökusneið. Eldhúsið er síðan opnað aftur kl. 18 og er opið til 21. Lögð er áhersla á ferskt hráefni úr héraðinu, til dæmis lambakjöt, bleikju og grænmeti.

Hægt er að bóka á booking.com og gistihúsið Skúlagarður er einnig á síðunni Hey Iceland og er með Facebook síðu undir nafninu Gistihúsið Skúlagarður. Einnig er hægt að bóka í gegnum netfangið skulagardur@hotmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Kænan: Gróinn alþýðustaður í nýjum búningi

Kænan: Gróinn alþýðustaður í nýjum búningi
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Langaholt: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur

Langaholt: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Hraun veitingahús: Fjölbreytni fyrir ferðamenn og fjölskyldur

Hraun veitingahús: Fjölbreytni fyrir ferðamenn og fjölskyldur
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Tæki.is: Rótgróin hafnfirsk tækjaleiga

Tæki.is: Rótgróin hafnfirsk tækjaleiga
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Djúpavogshreppur: Þar sem lögð er áhersla á að rækta samfélagið og hæglætishreyfingin er höfð í heiðri

Djúpavogshreppur: Þar sem lögð er áhersla á að rækta samfélagið og hæglætishreyfingin er höfð í heiðri