Lífsstíll

Vogafjós við Mývatn: Íslenskt í hávegum haft

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. júní 2018 09:00

„Þú ert það sem þú borðar er leiðarljósið í okkar nálgun. Við leggjum áherslu á að gestirnir viti hvaðan maturinn kemur og á meðan okkur þykir gaman að taka á móti gestum sem eru langt að komnir þá viljum við gjarnan að maturinn ferðist eins stutta leið og hægt er,“ segir Ólöf Hallgrímsdóttir, sem rekur veitinga- og gistihúsið Vogafjós í Mývatnssveit. Að auki er þar hefðbundinn búskapur, bæði eru kýr og kindur á bænum.

Vogafjós tekur um 75 matargesti í sæti og um 15 í viðbót í huggulegu biðplássi þar sem hægt er að fá sér drykk á meðan beðið er eftir borði. Meðal veitinga eru reyktur silungur, hangikjöt, heimagerðir ostar og kjöt frá Vogabúinu sjálfu. Einnig er heimabakað brauð og kökur í miklu úrvali, meðal annars hverabrauð eða „Geysir bread“ eins og það er kynnt fyrir erlendum gestum.

„Við erum aðilar að samtökunum Beint frá býli og tökum einnig þátt í verkefninu „Þjóðlegir réttir á okkar veg“ sem  Matarauður Íslands stendur fyrir. Út úr þeirri hugmyndavinnu kom meðal annars rétturinn „Creme Brulé brauðsúpa“ sem verður fljótlega á boðstólum í Vogafjósi. Hráefni í hana er hverabrauð sem við bökum hérna í „neðanjarðarbakaríinu“ okkar, eins og við köllum það,“ segir Ólöf og undirstrikar að í Vogafjósi sé íslenskt í hávegum haft. Við reynum eftir því sem hægt er að bjóða upp á íslenskar, svæðisbundnar og heimagerðar afurðir. Við leggjum t.d. mikið á okkur til að verða okkur úti um  ferskt, íslenskt grænmeti yfir vetrartímann. Yfir sumartímann er hægt um vik að fá úrvalsgott salat, tómata og gúrkur frá næsta grænmetisbónda í nágrenninu en yfir vetrartímann, þegar minna úrval er hér fyrir norðan, þá sækjum við það til sunnlensku gróðurstöðvanna.“

Upplifun við Mývatn

„Þetta er ekki bara veitingastaður sem býður upp á góðan mat úr úrvalshráefni heldur viljum við líka veita gestum okkar upplifun,“ segir Ólöf og vísar til þess að Vogafjósið er fjós, eins og nafnið gefur til kynna; hinum megin við gluggann í veitingasalnum er eiginlegt fjós þar sem kýr eru á bás og kálfar til að klappa. Hægt er að fá að fylgjast með mjöltum og smakka volga kúamjólk á mjaltatíma. „Við búum til osta úr okkar mjólk sem við notum með nánast öllum réttum á matseðli,“ segir Ólöf.

Frá veitingasalnum er einnig frábært útsýni yfir Mývatn og suður yfir fjöllin.

Gisting við Mývatn er mikil upplifun. Gist er í tveimur bjálkahúsum og einu timburhúsi sem staðsett eru í hrauninu skammt frá veitingastaðnum. Herbergin eru rúmgóð og hægt að velja á milli 2ja, 3ja og 4ja manna herbergja sem öll eru með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn og framreiddur á veitingastaðnum í Vogafjósi. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað af eftir langan dag. „Við reynum að vanda til verka í því sem við tökum okkur fyrir hendur og teljum að það sé hluti af því að vera meðlimir í VAKANUM, sem er umhverfis- og gæðakerfi ferðaþjónustunnar á Íslandi,“ segir Ólöf að lokum.

Nánari upplýsingar um gistingu veitir gestamóttakan í Vogafjósi í síma 464 3800 eða í gegnum netfangið vogafjos@vogafjos.is.

Sjá nánar á vefsíðunni vogafjos.is  og Facebook-síðunni Vogafjós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Kynning: Hótel Laki – Öðruvísi gjafabréf

Kynning: Hótel Laki – Öðruvísi gjafabréf
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Opnunarhátíð Veltis

Opnunarhátíð Veltis
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Kyon Apparel: Glæsilegur götufatnaður

Kyon Apparel: Glæsilegur götufatnaður
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Siðferði og umhverfisvernd í fyrirrúmi  

Siðferði og umhverfisvernd í fyrirrúmi  
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum