Lífsstíll

Hreppslaugarhlaupið: Upplifun í náttúrufegurð og einni elstu laug landsins

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. júní 2018 15:00

Hreppslaugarhlaupið verður haldið fimmtudaginn 28. júní við Hreppslaug í Skorradal og hefst kl. 18. Að hlaupi loknu er keppendum boðið í sund í hinni gömlu og margrómuðu Hreppslaug en hún er næstelsta steinsteypta 25 metra laugin á landinu, vígð árið 1928. Hreppslaug er nú friðlýst af Minjastofnun, „á grundvelli staðbundins menningarlegs gildis og fágætis“, eins og segir í umsögn Minjastofnunar. Heitt vatn rennur sífellt í laugina úr nærliggjandi uppsprettum.

Hlaupnar eru þrjár vegalengdir í Hreppslaugarhlaupinu, 3 km, 7 km og 14,2 km. Drykkjarstöð er í lengsta hlaupinu. Hámarksfjöldi hlaupara er 100 og verður lokað fyrir skráningar þegar sá fjöldi næst. Því er vissara að skrá sig tímanlega á hlaup.is.

Þátttaka í Hreppslaugarhlaupinu þykir heillandi upplifun, annars vegar vegna hinnar miklu náttúrufegurðar sem hvarvetna blasir við hlaupurum og hins vegar vegna Hreppslaugarinnar en einstakt er að hvíla lúin bein í lauginni að hlaupi loknu. Hægt er að kaupa súpu og heitar samlokur að hlaupi loknu.

Ungmennafélagið Íslendingur stendur að Hreppslaugarhlaupinu og rekstri Hreppslaugar. Þetta er fámennt félag með um 200 félagsmenn og byggir reksturinn á þrotlausri sjálfboðavinnu.

Nánari upplýsingar um hlaupið og skráning eru á hlaup.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið runa@aknet.is. Kort af hlaupaleiðum eru á www.facebook.com/hreppslaug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Kænan: Gróinn alþýðustaður í nýjum búningi

Kænan: Gróinn alþýðustaður í nýjum búningi
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Langaholt: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur

Langaholt: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Hraun veitingahús: Fjölbreytni fyrir ferðamenn og fjölskyldur

Hraun veitingahús: Fjölbreytni fyrir ferðamenn og fjölskyldur
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Tæki.is: Rótgróin hafnfirsk tækjaleiga

Tæki.is: Rótgróin hafnfirsk tækjaleiga
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Djúpavogshreppur: Þar sem lögð er áhersla á að rækta samfélagið og hæglætishreyfingin er höfð í heiðri

Djúpavogshreppur: Þar sem lögð er áhersla á að rækta samfélagið og hæglætishreyfingin er höfð í heiðri