fbpx
Lífsstíll

Hlaupahátíð á Vestfjörðum: Hlaup, sjósund, hjólreiðar og fjölskylduskemmtun í náttúrufegurð Vestfjarða

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. júní 2018 12:00

Höfundarréttur: Gusti.is

Það er dýrt að ferðast um landið og margir eru ekki tilbúnir til að fara langa vegalengd til að taka þátt í einu hlaupi. Þetta upplifðu skipuleggjendur Óshlíðarhlaupsins og það varð til þess að fólk tók sig saman og skipulagði glæsilega fjögurra daga íþróttahátíð, Hlaupaátíð á Vestfjörðum, sem í ár fer fram dagana 12. til 15. júlí. Þar eru hlaupnar hinar ýmsu vegalengdir, keppt í sjósundi og hjólreiðum og ýmislegt fleira sér til gamans gert.

„Það eru ótrúlega margir sem taka þátt í fleiri en einni keppni hér,“ segir Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, einn af skipuleggjendum mótsins, og bendir meðal annars á þríþrautina: Hún hefst á 500 metra sjósundi á föstudeginum, á laugardeginum eru 55 km fjallahjólreiðar, sem eru jafnframt Íslandsmótið í maraþonfjallahjólreiðum, og á sunnudeginum er 24 km hlaup.

Höfundarréttur: Gusti.is

 

Fyrsta atriði hátíðarinnar er Skálavíkurhlaupið en það hlaup hefst í Skálavík og endar í Bolungarvík. Á föstudeginum er 500 m og 1.500 m sjósund við Ísafjörð og um kvöldið er Arnarneshlaupið sem er tvískipt í 10 km og 21 km hlaup.

„Á laugardeginum erum við með dagskrá fyrir börn þar sem við við bjóðum upp á 2 km og 4 km skemmtiskokk og 8 km fjallahjólreiðar fyrir krakka. Þá verður líka útijóga og vöfflubakstur,“ segir Guðbjörg en auk þess verður áðurnefnd maraþonhjólreiðakeppni haldin þá.

 

Höfundarréttur: Gusti.is

Á sunnudeginum eru hlaupnar samtals þrjár vegalengdir, 10 km, 24 km og 45 km eftir hinni svokölluðu Vesturgötu, en það er vegur sem liggur frá Arnarfirði yfir í Dýrafjörð. „Á leiðinni er hlaupið í fjörunni og undir klettabjörgum. Þetta er vegur sem ýtustjórinn Elís Kjaran lagði einn á sínum tíma, þetta er ekki góður akvegur þó að hann sé fær og lítil umferð á leiðinni,“ segir Guðbjörg.

Höfundarréttur: Gusti.is

Hlaupahátíð á Vestfjörðum er óneitanlega fjölskrúðug og forvitnileg hátíð fyrir alla langhlaupara og í raun fyrir alla sem njóta þess að hreyfa sig úti í fallegri náttúru. Nánari upplýsingar og skráning í hvern viðburð fyrir sig eru á síðunni hlaupahatid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Drengirnir eru fundnir
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Skorrahestar: Gisting og hestaferðir í rómantískri sveitakyrrð

Skorrahestar: Gisting og hestaferðir í rómantískri sveitakyrrð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Mi Iceland: Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki

Mi Iceland: Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Nýju Nokia-símarnir slá í gegn: Ódýrir, níðsterkir og með hraðari uppfærslum

Nýju Nokia-símarnir slá í gegn: Ódýrir, níðsterkir og með hraðari uppfærslum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Lítil í upphafi: Hin frábæru Bergstein-stígvél og haustmarkaður um helgina

Lítil í upphafi: Hin frábæru Bergstein-stígvél og haustmarkaður um helgina
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita