fbpx
Lífsstíll

Lyngholt: Kaffihús og gistiheimili með sál og sjarma

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. júní 2018 09:00

Laugardaginn 23. júní verður Kaffihúsið í Lyngholti á Þórshöfn opnað í annað sinn en kaffihúsareksturinn fékk góðar viðtökur þorpsbúa og ferðamanna síðasta sumar. „Við byrjuðum á þessu síðasta sumar vegna þess að sjoppan hérna á staðnum brann til kaldra kola og var þá engin sjoppa á staðnum. Okkur langaði að prófa þetta og setja eitthvað upp fyrir heimamenn og gesti, það vantaði svona stað,“ segir Karen Rut Konráðsdóttir sem hefur rekið Gistiheimilið Lyngholt ásamt Ólafi Birgi Vigfússyni frá árinu 1999.

„Hér er allt að verða klárt, kaffivélin er komin í hús og bakstur kominn á fullt. Við gerum bakkelsið sjálf og eitt af því sem féll í kramið síðasta sumar var rabarbarabaka með rjóma og verður hún klárlega áfram á matseðlinum,“ segir Karen og bætir við að kaffihúsið í Lyngholti sé vafalaust eitt af minnstu kaffihúsum landsins, það tekur aðeins um tíu manns í sæti inni. „Hins vegar erum við með fínan pall hér fyrir utan og mikið af garðhúsgögnum og treystum því nokkuð á gott veður.“
Kaffihúsið verður að öllu jöfnu opið kl. 15-18 alla daga vikunnar en þegar vel viðrar má gera ráð fyrir að opið verði lengur. Haldnir verða Bryggjudagar á Þórshöfn helgina 21.-23. júlí og þá verður klárlega opið lengur á kaffihúsinu auk þess sem pylsur verða grillaðar á pallinum.

Kaffihúsalambið

Eins og áður segir er rabarbarabaka og annað heimagert bakkelsi eitt helsta einkenni kaffihússins en annað er klárlega kaffihúsalambið sem gerði mikla lukku síðasta sumar og verður á sínum stað eitthvað fram eftir sumri. „Lambið, sem hefur fengið nafnið Latte, er núna bara heima með bleiu og bíður eftir að við opnum kaffihúsið. Þetta er móðurlaus gimbur sem var eitt af síðustu lömbunum sem fæddust í vor og engin kind eftir sem hægt var að venja lambið undir. Þá endar það stundum þannig að dætur mínar koma heim með þannig lömb og hafa inni. Gestir á kaffihúsinu mega gefa lambinu pela og var mjög gaman að sjá svipinn á nokkrum ferðamönnum þegar þeir mættu lambi með bleiu á pallinum. Þetta verður að öllum líkindum árlegt hjá okkur þar sem við erum sauðfjárbændur sem rekum kaffihús,“ segir Karen.

Lambið gefur staðnum skemmtilegan blæ og gerir kaffihúsið óneitanlega mjög fjölskylduvænt. Fjölskyldufólk á ferðinni ætti því klárlega að stoppa í Lyngholti og leyfa börnunum að hitta lambið um leið og fjölskyldan fær sér hressingu.

„Ásamt gisti- og kaffihúsarekstrinum rekum við skólamötuneyti yfir vetrartímann og erum þetta sumar að prófa okkur áfram með að bjóða upp á hádegisverð og erum með þessa aðstöðu í félagsheimili staðarins.“

„Ég ætla að eignast þetta hús þegar ég verð stór“

Sem fyrr segir opnuðu þau Karen og Ólafur gistiheimilið Lyngholt árið 1999. „Við keyptum þetta gamla hús, Lyngholt, og gerðum upp sem gistiheimili. Afi minn og amma byggðu þetta hús árið 1958 og þegar ég var lítil sagðist ég ætla að eignast þetta hús þegar ég yrði stór,“ segir Karen. „Við byrjuðum á að búa sjálf á neðri hæðinni og leigðum út 4 herbergi uppi. Reksturinn hefur á þessum árum vaxið hægt og bítandi og eru núna um 30 gistipláss í Lyngholti og þremur öðrum húsum sem við höfum bætt við okkur á undanförnum árum. Við erum að klára lítið og krúttlegt hús þessa dagana sem verður vonandi komið í notkun um næstu helgi. Og framundan er svo að gera upp húsið við hliðina á Lyngholti sem við festum nýlega kaup á. Það er mikil áskorun í því þar sem húsið er mjög illa farið en það var byggt árið 1931. Þar er stefnan að vera með fjórar litlar stúdíóíbúðir, allar með sér inngangi. Fyrstu árin okkar í rekstrinum voru Íslendingar í miklum meirihluta gesta en síðustu árin eru erlendir ferðamenn í meirihluta. Lausatraffík þekkist varla lengur, erlendir ferðamenn skipuleggja sín ferðalög með margra mánaða fyrirvara. Norðurland er spennandi kostur fyrir þá sem vilja komast í rólegheitin og fallega náttúru. Litlu þorpin við sjóinn hafa ákeðinn sjarma og iða af mannlífi á sumrin.“

Lyngholt er klárlega áhugaverður gistikostur fyrir íslenska ferðamenn á leið um landshlutann og yfirleitt eru einhver pláss laus fyrir sumarið. Best er að bóka á síðunni lyngholt.is eða einfaldlega hringja í Karen í síma 897 5064 og fá í leiðinni upplýsingar um afþreyingarmöguleika á svæðinu.

Sjá nánar á lyngholt.is og Facebook-síðunni Lyngholt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Drengirnir eru fundnir
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Skorrahestar: Gisting og hestaferðir í rómantískri sveitakyrrð

Skorrahestar: Gisting og hestaferðir í rómantískri sveitakyrrð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Mi Iceland: Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki

Mi Iceland: Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Nýju Nokia-símarnir slá í gegn: Ódýrir, níðsterkir og með hraðari uppfærslum

Nýju Nokia-símarnir slá í gegn: Ódýrir, níðsterkir og með hraðari uppfærslum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Lítil í upphafi: Hin frábæru Bergstein-stígvél og haustmarkaður um helgina

Lítil í upphafi: Hin frábæru Bergstein-stígvél og haustmarkaður um helgina
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita