fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Kynning

Síreksstaðir: Sveitagisting, heillandi gönguleiðir og hversdagsmatur í sparibúningi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síreksstaðir er sveitabýli í ríflega 20 km fjarlægð frá Vopnafirði. Þar er dýrlegt útsýni yfir tún, fjöll og dali og heillandi gönguleiðir í nágrenninu, meðal annars út á Langanes. Svo heppilega vill til að á Síreksstöðum er rekið myndarlegt gistiheimili og veitingastaður sem býður upp á prýðilegan mat úr fersku úrvals hráefni. Því er gott að dvelja á Síreksstöðum, hvort sem er eina bjarta kvöldstund að sumri eða í lengri tíma og njóta fegurðar og lystisemda sveitarinnar. Opinn landbúnaður er á Síreksstöðum og býðst gestum að kíkja við í fjárhúsin á vorin þegar sauðburður stendur yfir og einnig á haustin þegar á smalamennsku stendur – þá getur verið mikið fjör.

Veitingastaðurinn á Síreksstöðum er opinn frá byrjun júní og út september frá kl. 18 til 21. „Við leggjum mikla áherslu á okkar eigið lambakjöt frá sauðfjárbúinu okkar á staðnum. En almennt er það stefna okkar að bjóða eingöngu upp á nýtt og ferskt hráefni. Við ræktum mikið okkar eigið grænmeti, fáum silung veiddan úr Nykurvatni uppi á Bustarfelli og þorsk kaupum við af trillukörlum á Vopnafirði. Matargerð okkar má gjarnan kalla heimilismat í sparibúningi því við bjóðum upp á hefðbundinn heimilismat sem við gerum fínan,“ segir Karen Hlín Halldórsdóttir, ábúandi og rekstraraðili á Síreksstöðum. Vínveitingaleyfi er á veitingastaðnum og boðið upp á léttvín, bjór og nokkrar tegundir af sterku áfengi.

„Við getum boðið upp á akstur fyrir 4-5 í lengri ferðir, hvort sem er fyrir okkar gesti eða aðra sem eiga leið um, en það þarf að panta með smá fyrirvara svo allt gangi upp. Einnig eru margar fallegar gönguleiðir í kringum okkur, bæði í nánasta umhverfi og annars staðar í Vopnafirði sem við getum einnig leiðsagt okkar gestum um ef þess er óskað.“

Gott er fyrir þá sem hafa áhuga á að gista á Síreksstöðum í sumar að panta gistingu fljótlega því alltaf eru að tínast inn bókanir en nokkur pláss eru laus. Annars vegar eru á staðnum tvö lítil sumarhús sem rúma ágætlega 4-5 manneskjur hvort um sig. Heitur pottur er fyrir utan annað sumarhúsið. Hins vegar er á staðnum gistiheimili fyrir 15 manns með alls sjö herbergjum og sameiginlegri salernis- og baðaðstöðu.

„Veiðimenn eru líka velkomnir þar sem við erum nálægt hreindýra- og gæsaslóðum, því eru Síreksstaðir mjög vel staðsettir fyrir þá,“ segir Karen.

Gistingu er hægt að panta á vefsíðunni sireksstadir.is eða með skilaboðum á Facebook-síðunni Farm holiday Síreksstaðir. Einnig má hafa samband í síma 869 7461 eða með tölvupósti á netfangið sirek@simnet.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum