fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Rúnalist á Stórhóli: Handverk, húsdýr, matvörur og fróðleikur

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórhóll í Lýtingsstaðahreppi, um 20 km frá Varmahlíð, (Sprengisandsleið, vegur 752) er staður sem verðugt er að skoða fyrir þá sem eiga leið um Skagafjörð í sumar. Þar bíður ferðalanga margvísleg upplifun, meðal annars Rúnalist Gallerí, þar sem til sýnis og sölu er margvíslegt handverk úr náttúruefnum. Þar býr handverkskonan og bóndinn Sigrún H. Indriðadóttir ásamt fjölsyldu sinni  en hún hefur lengi fengist við margskonar handverk.

Undir vörumerkinu Rúnalist eru framleiddar vörur úr náttúrulegum hráefnum, myndverk og tækifæriskort, leðurtöskur, snyrtiveski, myntbuddur, gestabækur, pennaveski og fleira úr hlýraroði, laxaroði, þorskroði, sauðskinni, ull og endurunnum heimagerðum pappír. Einnig vörur úr hráefni frá býlinu svo sem ungbarnaskór úr smálambaskinni og munir úr heimaspunninni ull.

Matvörur beint frá býli

Í Rúnalist Gallerí er einnig lítil sælkeraverslun með vörur beint frá býli. Frá Stórhóli er boðið upp á geitakjöt, lambakjöt, ærkjöt, andaregg og hænuegg, en auk þess, ís frá Holtseli, sultur, sýróp og sveppi ættað úr Hallormsstaðaskógi og fleira góðgæti. Jafnframt geta gestir fengið að smakka afurð búsins.

Húsdýr og leiðsögn

Húsadýraskoðun á staðnum gerir Stórhól að mjög fjölskylduvænum áningarstað. Þar er í öndvegi íslenska landnámsgeitn okkar sem enn er í útrýmingarhættu. Hægt er að panta heimsókn á fb síðunni Rúnalist Gallerí – Stórhól (messenger) eða með því að hringja í síma 823 2441. Gegn vægu verði er þá veittur aðgangur að dýrunum með fylgd heimamanna og skemmtileg leiðsögn um galleríið þar sem meðal annars er sýnt hvernig íslenska ullin var unnin í gamla daga.

Opið er alla daga fram að september frá kl. 10:00 til 18:00.

Sjá nánar á Facebook-síðunni Rúnalist Gallerí – Stórhól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum