fbpx
Lífsstíll

Brekkukot: Heimili að heiman í sveitasælu Skagafjarðar

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. júní 2018 10:00

Brekkukot er sannkallaður sælureitur í sveit, gististaður með mikla sérstöðu. Húsið er staðsett skammt frá þjóðvegi eitt,  í Akrahreppi í Skagafirði. Stórkostlegt útsýni er yfir nálægar sveitir, fjöll, Drangey og söguslóðir í héraðinu.

Brekkukot er heimili Auðar Herdísar Sigurðardóttur og leigist út í heild sinni. Hefur hún hugsað þennan kost sem eins konar heimili að heiman, athvarf fyrir fólk til að komast burtu, dvelja í kyrrð og náttúrufegurð, en við mjög heimilislegar aðstæður.

Þetta er fullbúið og afar smekklegt 133 fermetra einbýlishús með þremur svefnherbergjum. Það tekur því allt að tíu manns í gistingu og hentar sérlega vel fyrir um 6 til 8 manna hópa, til dæmis vinahópa eða fjölskyldur.

Innifalið í verði er grunnur að morgunmat fyrsta daginn og auk þess ásett lín á rúm (ekki dýnur) handklæði, hreinlætisvörur á baði, í eldhúsi og þvottahúsi ásamt þrifum á húsnæði á farardegi.

Ýmis þægindi fylgja húsinu, til dæmis þvottavél og þurrkari ásamt aukasturtu og aukasalerni. Þráðlaust net er á staðnum, sjónvarp og Blue Ray-spilari.

Brekkukot er kjörinn staður fyrir þá sem vilja slaka á og njóta lífsins. Heiti potturinn fyrir utan húsið er svo rúmgóður að hann er í rauninni laug og þar er dásamlegt að slaka á í skagfirskri kvöldkyrrð.

Frábærar gönguleiðir eru allt í kringt og stutt í alls konar afþreyingu og áhugaverðar stuttar ferðir, til dæmis að Hólum í Hjaltadal, til Hofsóss eða Sauðárkróks.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni brekkukot561.is og á Facebook-síðunni Brekkukot. Fyrir bókanir eða fyrirspurnir er gott að senda skilaboð á netfangið herdis@brekkukot561.is eða hringja í síma 699-6102. Einnig er hægt að bóka beint á síðunni brekkukot561.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Drengirnir eru fundnir
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Skorrahestar: Gisting og hestaferðir í rómantískri sveitakyrrð

Skorrahestar: Gisting og hestaferðir í rómantískri sveitakyrrð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Mi Iceland: Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki

Mi Iceland: Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Nýju Nokia-símarnir slá í gegn: Ódýrir, níðsterkir og með hraðari uppfærslum

Nýju Nokia-símarnir slá í gegn: Ódýrir, níðsterkir og með hraðari uppfærslum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Lítil í upphafi: Hin frábæru Bergstein-stígvél og haustmarkaður um helgina

Lítil í upphafi: Hin frábæru Bergstein-stígvél og haustmarkaður um helgina
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita